Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 9

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 9
hvað um það - hann sagði að þessi kona hefði verið hávaxin og Ijós yfirlitum, með stór blá augu, og mjög falleg, svo að hún hefur ekki verið mjög ólík mér. í það minnsta var hann alveg grunlaus. Hún fékk sér sæti og fór að tala um leikritið, sem hún sagðist hafa mikinn áhuga á að setja upp. Á meðan þau voru að tala var þeim boðið upp á drykk. Eins og við mátti búast þáði hann boðið. En hann man ekki eftir neinu sem gerðist eftir að hann fékk sér drykk- inn. Þegar hann vaknaði, eða rankaði við sér, eða hvað sem það er nú kallað - þá lá hann úti á götu, að sjálfsögðu upp við limgerð- ið, því þá var engin hætta á því að hann yrði fyrir bíl. Honum leið furðulega og hann svimaði - svo að hann stóð bara upp og staul- aðist eftir veginum, án þess að vita almennilega hvert ferðinni væri heitið. Hann sagði að hefði hann vitað hvað hann væri að gera hefði hann farið aftur að Glæsistöðum og reynt að finna út hvað hefði komið fyrir. En honum leið kjánalega og hann gekk áfram ringlaður án þess að vita hvað hann væri að gera. Þegar hann var loks að ná áttum handtók lögreglan hann.“ „Hvers vegna var hann handtekinn?" spurði Lloyd læknir. „Ó, átti ég eftir að segja ykkur það?“ sagði Jane með galopin augun. „En hvað ég er mikill bjáni. Það var innbrotið." „Þú minntist á innbrot áðan - en þú útskýrðir það ekki nánar,“ sagði frú Bantry. „Já, þetta íbúðarhús var alls ekki mín eign. Það var í eigu manns að nafni -“ Jane hleypti brúnum enn á ný. „Viltu að ég finni nýtt nafn?“ spurði Sir Henry. „Ég bý til dulnefni og tek ekkert fyrir það. Lýstu bara viðkomandi og ég sé um nafn- giftina." „Hann var ríkur maður úr bænum - aðlaður.“ „Sir Herman Cohen,“ sagði Sir Henry. „Það hentar mjög vel. Hann notaði húsið fyrir konu - hún var gift leikara og var sjálf leikkona." „Við skulum kalla leikarann Claud Leason," sagði Sir Henry, „og konan væri þá líklega þekkt undir leikhúsnafninu sínu, svo að við getum kallað hana ungfrú Maríu Kerr.“ 7 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.