Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 17

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 17
„Nei, vina mín,“ sagði fröken Marple. „Ungfrú Helier gæti ekki gert það.“ „Jú, auðvitað," sagði frú Bantry. „Vertu ekki svona göfuglynd, Jane. Við eldra fólkið verðum að fá eitthvert hneyksli af og til. Segðu okkur í það minnsta hvar þetta gerðist." En Jane hristi höfuðið, og fröken Marple studdi hana áfram á sinn gamaldags hátt. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig,“ sagði hún. „Nei,“ sagði Jane hreinskilningslega. „Mér fannst þetta - dálítið skemmtilegt." „Jæja, ef til vill fannst þér það,“ sagði fröken Marple. „Þetta hlýtur að hafa verið tilbreyting frá hversdagsleikanum. í hvaða leikriti varstu að leika?" „Smith." „Ó, já. Eftir Somerset Maugham, er það ekki? Hann semur góð leikrit, að mínu mati. Ég hef séð næstum öll.“ „Þið sýnið það aftur í leikferðalagi næsta haust, ekki satt?“ spurði frú Bantry. Jane kinkaði kolli. „Ég verð að halda heim á leið,“ sagði fröken Marple. „Klukkan er orðin svo margt. En kvöldið hefur verið mjög skemmtilegt. Óvenju- lega skemmtilegt. Mér fannst mjög gaman að sögunni hennar Jane. Eruð þið ekki sammála?" „Mér þykir leitt að hafa ekki vitað endann á sögunni," sagði Jane. „Ég hefði átt að segja ykkur frá því fyrr.“ Það var angurværð f tóninum. Lloyd læknir kom henni til bjargar. „Kæra vina mín, af hverju hefðirðu átt að gera það? Þú lagðir fyr- ir okkur skemmtilegt vandamál. Mér þykir það aðeins leitt að við gátum ekki fundið nógu góða lausn á því fyrir þig.“ „Það heldur þú,“ sagði frú Bantry. „Ég leysti það. Ég er viss um að ég hafði rétt fyrir mér.“ „Ég er sammála því,“ sagði Jane. „Þín lausn virtist vera mjög líkleg." „Hverja af sjö lausnunum hennar ertu að tala um?“ spurði Sir Henry stríðnislega. Lloyd læknir tijálpaði fröken Marple í skóhlífarnar. „Bara til örygg- 15 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.