Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 28

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 28
þessu þar til ég væri orðin viss um að þér væri annt um mig. En nú veit ég að ég get treyst þér. Hann heyrði ekki hvað hún sagði því að í sama bili faðmaði hún hann að sér. Nú hafði hann loksins dottið í lukkupottinn. Hann fann það á sér. Maður veit aldrei hvenær slíkt gerist. Maður bíður bara og bíður eftir að eitthvað gerist. Stundum bíður maður árangurs- laust allt lífið. En stundum, allt í einu, einn góðan veðurdag, eins og núna. . . Hann varð að fá að vita hvar peningarnir væru geymd- ir. Hann varð að vera fullviss að hún ætlaði ekki að gabba hann. Hvert eigum við að aka, spurði hann. Langt í burtu, sagði hún. Við þurfum að fara að búa okkur af stað. Því fyrr, því betra. Þau óku alla nóttina. Er þau óku í gegnum lítið þorp sagði hún að þau skyldu kaupa sér riffil og skotfæri. Hann rakst á sportvöru- verslun þar sem opið var og keypti riffilinn. Hún sagði að þau yrðu að hafa riffil með til öryggis. Þau myndu fara út af þjóðveginum og upp í hin snarbröttu fjöll í Vestur-Virginíu og þar væri hætta á að villidýr yrðu á vegi þeirra. Al fannst líka öruggara að hafa riffil með- ferðis. Hann hugsaði margt á meðan þau óku. Hvers vegna ertu ekki búin að sækja peningana fyrir löngu? Af því að þeir eru í helli. Ég mundi aldrei komast þangað ein. Þú skilur það þegar við komum á staðinn. Hann leit á hana. Hún virtist örugg. Það var ekki hægt að sjá nein merki um ótta eða geðshræringu. Honum hlaut að hafa tekist betur upp í kynnum sínum við þessa stelpu en aðrar. Brent Morgan hafði vissulega þurft að sjá á bak góðri stelpu þegar hann var sett- ur inn. En líklega var þó best að vera við öllu búinn og sýna fyllstu vark- árni. Þau stönsuðu við bensínsölu sem hafði opið alla nóttina. Meðan tankurinn var fylltur brá Lili sér inn á salerni. Honum hugkvæmdist svolítið á meðan hún var í burtu. Hún kom aftur, brosti út undir eyru og síðan óku þau áfram. Nú erum við bráðum komin, sagði hún. VIKAN 26

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.