Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 15

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 15
honum í klípu. Það lítur út fyrir það. En samt er það ekki nógu góð lausn . . .“ „Þú hefur ekki sagt neitt læknir," sagði Jane. „Ég var búin að gleyma þér.“ „Það man aldrei neinn eftir mér,“ sagði gráhærði læknirinn leiður. „Ég hlýt að vera lítið áberandi persónuleiki." „Nei, það er ekki satt!“ sagði Jane. „Segðu okkur nú þína tilgátu." „Ég held að ég geti verið sammála ölium tilgátunum, en samt engri. Ég hef sjálfur langsótta tilgátu sem er líklega röng. Ég held að eiginkonan eigi þátt í þessu. Ég á við, eiginkona Sir Hermans. Ég hef engan rökstuddan grun - en maður getur ekki ímyndað sér hvað eiginkonu í hefndarhug getur dottið í hug að gera.“ „Ó, Lloyd læknir," sagði fröken Marple hátt. „En hvað þú ert snjall. Og ég var alveg búin að gleyma frú Þebmarsh." Jane starði á hana. „Frú Pebmarsh? Hver er frú Pebmarsh?" „Ja - „ fröken Marple hikaði. „Ég er ekki viss hvernig ég get tengt hana þessu. Hún vinnur í þvottahúsi. Hún stal ópalnælu sem hafði verið nælt í blússu, og setti hana i íbúð annarrar konu.“ Jane virtist alveg úti á þekju. „Og þetta skýrir málið alveg fyrir þér, fröken Marple?“ sagði Sir Henry með blik í augum. En honum að óvörum hristi fröken Marple höfuðið. „Nei, því miður er það ekki raunin. Ég verð að viðurkenna að ég er engu nær. Það sem ég skil er að konur verða að standa saman - í neyð ætti maður að styðja kynsystur sínar. Ég held að það sé boðskapur sögunnar sem ungfrú Helier var að segja okkur." „Ég verð að játa að ég tók ekki eftir þessari siðferðislegu hlið ráðgátunnar," sagði Sir Henry alvarlega. „Ef til vill skil ég þetta bet- ur eftir að ungfrú Helier segir okkur hver lausnin var.“ „Ha?“ sagði Jane ráðvillt. „Ég held að við höfum, eins og börnin segja, gefist upp. Þér hef- ur tekist að segja okkur frá mjög flókinni ráðgátu, sem ekki einu sinrii fröken Marple getur leyst.“ „Gefist þið öll upp?“ spurði Jane. 13 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.