Vikan


Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 12

Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 12
< 00 LLJ X o LU o GEÐRÆN VANDAMÁL BARNA OG UNGLINGA: ILLA SYNILEGT, ... EN ALGENGARA EN MARGIR HALDA Margir hafa tilhneigingu til aö tengja geöræn vandamál fullorönum, kannski vegna þess að mörg þeirra má rekja til upplifunar sem hefur átt langan aödraganda og koma fyrst fram þegar einstaklingurinn er oröinn fullþroska en geðræn vandamál hrjá ekki síöur okkar yngri meðsystkini. Til aö skyggnast inn í veröld þeirra ræddi blaðamaður Vikunnar viö Valgeröi Baldursdóttur, lækni og sérfræöing í barna og unglingageðlækningum, en hún hefur starfaö bæöi hér heima og erlendis, á deildum sem tilheyra hennar sérgrein ásamt fulloröinsgeödeildum. Mjög erfitt er að meta hvort þess- um vandamálum fari fjölgandi en erfitt er aö fylgjast með breytingu á eðli þeirra því þau eru það sem segja má mjög missýnileg á mismunandi tímum.“ segir Valgerður. „Mörg atriði koma þar við sögu og má til dæmis nefna þol foreldra gagnvart vandkvæðum í hegðun barna sinna. Þegar þeir eru undir miklu álagi virðist sem þolið verði minna og vanda- málið komi fyrr upp á yfir- borðið. Mitt starf spannar stórt 2 svið en við þurfum að gera cQ okkur grein fyrir lífi barnanna •; í heild sinni. Fyrst þarf að ^ skoða upplag og eðli barns- co ins, tilfinningalegan, félags- 'O legan og vitrænan þroska og ^ síðan þær aðstæður sem ~Z_ barnið býr við og tengsl þess O við þær. Ef einn eða fleiri af co þessum þáttum virðist ekki ^2 vera í lagi, þarf að komast að því hvað veldur og stuðla — að því að ráða bót á vandan- qc um. m Starfssvið barnageðlækna Z getur náð allt frá nýfæddum Z börnum og upp úr. Það kann llj kannski að hljóma einkenni- co lega í eyrum sumra að barnageðlæknar sinni börn- O um á vökudeildum, en slfkt gerist vfða erlendis. Slík fZ vinna beinist þó ekki aðeins að börnunum beint, heldur i— að því að skapa þeim sem ákjósanlegust skilyrði, ásamt því að styðja við bakið á for- eldrum og starfsfólki deild- anna, til að þau geti tekist sem best á við þann vanda sem steðjar að. Ekki má samt gleyma öðrum faghóp- um sem leggja þessum mál- um ómetaniegt lið.“ „Kannski eigum viö einfald- lega eftir aö læra aö lifa Iffi okkar í borgarsamfélagi,“ segir Valgeröur Baldursdótt- ir læknir og sérfræöingur í unglingageölækningum í viötali viö Vikuna. TENGSL VIÐ FORELDRA MIKILVÆG „Það er stórt atriði að vita við hvers konar skilyrði barn- ið lifir og auk þess hvernig það sjálft er í stakk búið til að takast á við líf sitt. Það geta verið margar ástæður fyrir því að líf barnsins truflist á einhvern hátt og þar kemur sérmenntað fólk til skjalanna til að komast að þvi hver truflunin er. Það eru þá eink- um barnageðlæknar og sál- fræðingar, ásamt fleiri fag- hópum, sem taka að sér slík verkefni þar sem athuga og styðja þarf alla hlutaðeigandi. Eitt það almikilvægasta í þroska barna eru tilfinninga- tengslin milli barna og for- eldra og þau myndast strax á fyrstu mánuðunum í ævi barnsins. Hægt er að sjá mjög snemma ef ekki hafa myndast örugg og góð tengsl og það er í raun það sem við erum að vinna með í mjög mörgum tilfellum. Læknar og hjúkrunarfræð- ingar í ungbarnaeftirliti eru oft þeir aðilar sem eru fyrstir til að skynja að einhverju sé ábótavant, en því miður eru möguleikarnir litlir hér á landi til að fylgja slíku eftir. Geðræn vandamál barna eru mun algengari en flestir gera sér grein fyrir en eru aftur á móti oft augljós fyrir fólk menntað í þessum fræð- um, því á fyrstu æviárum barnsins er svörun þess við álagi mjög greinileg í flestum tilvikum. Algeng orsök vand- kvæða hjá ungum börnum er sú að foreldrarnir geta ekki veitt börnunum allt það sem þau hafa þörf fyrir og þá oft á tfðum sökum mikils álags. Þegar barn er um eins árs er oftast hægt að sjá hvort það fær fullnægjandi svörun frá foreldrunum. Eitt það mikilvægasta f lífi þess er að það geti treyst á styðjandi viðbrögð foreldranna ef eitt- hvað bjátar á. Nokkuð al- gengt er að barn geti ekki treyst á t.d. huggun foreldra þegar á þarf að halda en í versta falli getur það hent að barnið hreinlega dragi sig til baka og leiti þá ekki eftir neinum samskiptum við þá. Það tengslamynstur sem þannig hefur myndast um eins árs aldur helst iðulega allt til fullorðinsára, nema eitthvað sérstakt komi til. Það sem getur haft áhrif á þetta mynstur er ef foreldrið tekst á við sín tengslavand- kvæði meðan á uppeldinu stendur. Þau tilfinninga- tengsl sem foreldrar mynda við barnið sitt eru því mjög mikilvæg þrátt fyrir að barnið sé ungt að árum. Það sem má sjá á vett- vangi þegar verið er að kanna þessi tengsl, er að þegar eitthvað kemur upp á hleypur barn sem hefur góð tengsl við foreldra sína til þeirra, en hin sem hafa þau ekki hlaupa jafnvel út í horn. Fræðimenn á þessu sviði hafa komist að því að fyrstu þrjú árin í ævi barnsins eru þau mikilvægustu i mótun persónuleikans." SKREIÐ UNDIR RÚM ÞANGAÐ TIL EINHVER KOM HEIM „Það er mikilvægt að upp- eldið sé í réttum farvegi 12 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.