Vikan


Vikan - 01.02.2000, Page 32

Vikan - 01.02.2000, Page 32
Texti: Margrét V. Helgadóttir wm&nM Systurnar Viktoría 4 ára og Elísabet 18 mánaða búa ásamt móður sinni í lítilli risíbúð. Eldhúsið er nokkuð stórt miðað viö aðrar vistarverur íbúðarinnar og því ákvað mamma þeirra að útbúa leikkrók í því. Bæði er gott gólfpláss og eins vilja þær gjarnan vera ná- lægt mömmu sinni. Á ákveðnum tíma dagsins eyðir húsmóðirin drjúgum tíma í eldhúsinu. Hún er alsæl með þessa lausn og systurnar virðast ekki vera síður ánægðar. Á daginn eru þær saman á leikskóla en um leið og þær koma heim fara þær að leika sér með barbídúkkurnar sínar. y Þaðernú ekki alltaf svona snyrtilegt í kringum litlu krílin. Dúkkurnar í stofunni Sigrun er þriggja ára gömul og er mjög hrifin af dúkkum. Foreldr- ar hennar búa í tveggja herbergja íbúð og því er ekkert leikher- prinsessuna. Sig- rún fær að hafa allt dúkkudótið í stofunni. Foreldr- arnir reyna eftir bestu getu að halda leikföng- unum við stofuna og halda eldhús- inu og ganginum leikfangalausum. Móðir hennar kvartar þó yfir því að hún sakni þess oft að geta ekki sest inn í stofu sérstaklega þegar Sigrún hefur verið í H dúkkuleik með vinkonum sínum. Stofan er þá undirlögð af dúkkum og til- heyrandi dóti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.