Vikan


Vikan - 01.02.2000, Page 49

Vikan - 01.02.2000, Page 49
af fiillkominni Þú þarft ekki að hylja allt andlitið með farða. Stundum er nóg að setja farða á þau svæði andlitsins sem mest þurfa á honum að halda, eins og nef, enni og höku. Ef þú ert með rétta lit- inn þá mun hann renna saman við lit- arhátt þinn og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að áferð andlitsins verði ójöfn. Hefur þú tekið eftir því að snyrti- fræðingar nota aldrei fingurgómana til að bera farðann á? Þú skyldir ævinlega nota svamp eða sérstakan púða. Oftast er best að væta svampinn örlítið áður en honum er dýft í farðann. Púðraðu létt yfir farðann því það kemur í veg fyrir að húðin glansi og með því móti helst farðinn líka lengur á andlitinu. Notaðu stóran púður- bursta, dýfðu honum ofan í púðurdós- ina og hristu hann aðeins til áður en þú púðrar andlitið, en það kemur í veg fyrir að of mikið púður sitji eftir í hon- um. Berðu farðann á nef, kinnar, enni og höku. Notaðu síðan svamp til þess að draga jafnt úr farðanum yfir andlitið. Ef þú hefur svampinn rakan nærðu að draga vel úr farðanum og þá er minni hætta á að hann klessist þar sem þurrk- ur er í húðinni. Litað dagkrem: Það er „léttasti" farði sem völ er á og er tilvalinn fyrir þær konur sem vilja ekki líta út fyrir að vera farðaðar en vantar lit eða frískleika í andlitið. Það er óþarfi að nota svamp til þess að bera á sig litað dagkrem því fingurnir koma að bestum notum hér. Byrjið á miðju andlitinu og vinnið út frá því, þar til allt andlitið hefur verið vand- lega þakið. Litað dagkrem er góður kostur fyrir konur sem hafa góða húð og eru bless- unarlega lausar við mikinn þurrk, ból- ur eða annað sem erfitt getur reynst að fela nema með hefðbundnum farða. Laust púður: Enginn farði endist lengi án púðurs. Púður má einnig nota eitt og sér þar sem það getur hulið opnar svitaholur eða litla bletti í húðinni auk þess sem það gefur húðinni mjúklegt yfirbragð. Það er hins vegar varasamt að nota of mikið púður því það getur gert and- litið of „kökulegt". Að sama skapi get- ur svokallað steinpúður (fast púður) gefið sömu „kökulegu" áferðina og því er frekar mælt með lausu púðri og stórum bursta. Dýfið burstanum ofan í púðrið, hristið varlega aukamagnið úr honum og burstið með mjúkum, létt- um hreyfingum yfir andlitið. I lang- flestum tilfellum hentar laust púður öllum húðtegund- um. húðinni, þá skaltu alltaf nota gott rakakrem og leyfa því að vera á húðinni í alla vega fimm mínútur áður en þú berð á þig farða. Veldu létt rakakrem sem gengur auðveldlega inn í húðina. Ef þú þarft að fela bólu (sem þú hef- ur á tilfinningunni að sé miðpunktur alheimsins!) þá skaltu bera hyljara á hana með fíngerðum bursta eða pensli. Hyljari getur gert kraftaverk fyrir mis- lita húð og falið bólur, ör og ýmislegt annað sem hrjáir húðina. Ef þú vilt hressa upp á andlitið á miðjum degi þá skaltu forðast að nota laust púður. Þótt það sé léttasta gerð púðurs þá er hætt við að það verði of mikið af hinu góða, auk þess er dálítið mál að vera með það í töskunni. I svona tilfellum koma föstu púðrin að góðum notum; það fer lítið fyrir þeim í töskunni og þau henta vel í „,neyðartil- fellum." Bjargráð í neyð- artilfellum: Þótt þú hafir sett of mikinn farða þá er óþarfi að þvo andlitið og byrja frá grunni. Þess í stað skaltu strjúka yfir allt andlitið með votum svampi og draga upp í hann hluta af farð- anum. Síðan skaltu púðra lauslega yfir. Ef þú átt við þann vanda að stríða að farði fest- ist við þurrkbletti í Satt og ósatt um feita Itúð: ÖSaU: Feit húð þarf ekki á rakakremi að halda. Satt: Þótt feit húð fái ekki þurrkbletti þá getur hún ekki séð sjálfri sér fyrir raka. ÚsaU: Það verður að þrífa feita húð oft og harkalega. Satt: Það hefur slæm áhrif á húðina að ráðast á fituna með of sterkum hreinsiefnum og kirtlarnir bregðast við harkalegri meðferð með því að framleiða meiri fitu. Ósatt: Sólin hjálpar til við að þurrka upp feita húð. Satt: Þessi kitlandi hitatilfinning sem þú færð í húðina eftir sólbað er merki um bruna en ekki ferskleika. Sólböð eru skaðleg fyrir allar húðgerðir. ÓsaU: Fólk fær feita húð af röngu mataræði. Satt: Þótt það teljist seint heillavænlegt að neyta fæðu sem inniheldur mikið af fitu, þá eru það fyrst og fremst erfðir eða hormónaójafnvægi sem orsaka feita húð. Vikan 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.