Vikan


Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 7
„Foreldrum mín- um og fjölskyld- unni fannst það mjög eðlilegt að ég skyldi velja þá braut að fara í myndlistanám.“ „Ég Drífst á að ferðalögum og Dar fæ ég allan pakkann beint í æð. Þar get ég fylgst með fólki, borðað góðan mat og get drukkið menninguna í mig. Ég get setið ein á kaffihúsi en er samt á öllum borðunum. “ „Okkur leið mjög vel í Kaup- mannahöfn. Þar var mjög gott að vera með börn. Sonur okkar var ofsalega ánægður í skólanum og við vorum mjög heppin með dag- mömmu fyrir dóttur okkar. Eft- ir að við lukum námi var ætlun- in að halda kyrru fyrir ytra. Ég var búin að koma mér upp vinnu- stofu og maðurinn minn kominn með starf úti. Einn daginn feng- um við upphringingu og mannin- um mínum var boðin staða við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Við fluttum því búferlum frá Kaupmannahöfn til Sauðár- króks. Upphaflega ætluðum við vera eitt ár til reynslu á Króknum en þau urðu tíu talsins. Ég kom heim með grafíkpressu, kom mér upp vinnustofu og vann við graf- ík auk þess sem ég kenndi á öll- um skólastigum. Þetta var mjög lærdómsríkur tími. Eftir að ég var búin að kenna í fimm ár fannst mér vera komin tími til að breyta til. Ég var búin að fá alveg nóg því á með- an ég kenndi fannst mér ég ekki hafa mikinn tíma aflögu til að sinna listinni. Árið 1989 var ég búin að fá nóg af öllu þessu og langaði til að breyta til og fara í framhalds- nám. Við ákváðum að flytja til Ameríku. Góður vinur okkar bjó í Boston og við höfðum heillast af borginni þegar við heimsóttum hann. Mágkona mín býr auk þess í Boston og því litum við til Boston þegar ég leitaði að skóla. Það er miklu auðveldara að koma sér fyrir á stað þar sem maður þekkir aðeins til. Ég sótti um í School of The Museum of Fine Art. Þegar ég var búin að hitta kennarana og skoða skól- ann var ég fullviss um að þetta væri skólinn minn. Ég var alveg ákveðin í að fara í málaradeild- ina. Ég var búin að vera svo lengi í grafíkinni og vinna með svart og hvítt að mig langaði mest til að snúa blaðinu algjörlega við og fara út í liti. Mað- urinnminn tók sér launalaust leyfi frá Fjölbrautaskólan- um í eitt ár og var heimavinnandi húsfaðir og skrif- aði magistersrit- gerð á meðan ég var í skólanum. Þar sem ég var byrjuð í masters- náminu langaði mig til að klára það og því fór svo að ég var áfram úti eftir þetta eina ár en fjölskyld- an fór aftur heim til íslands. Við vorum því aðskilin í tvö ár og ég bjó hjá mágkonu minni. Þetta var mjög erfiður tími fyrir okkur öll, sérstaklega held ég fyrir manninn minn. Hann var einn heima með börnin á Sauðárkróki á meðan ég var að þvælast um í Boston. Dótt- ir okkar var átta ára og að sjálf- sögðu var þetta mjög erfitt fyrir hana. Hún lærði samt mikið og þroskaðist af þessu. Eftir þennan aðskilnað kunnum við öll betur að meta hvert annað, bæði við hjónin og börnin. Ég er ofsalega fegin að hafa klárað námið þótt þetta hafi verið mjög strembið á tímabili." Sætir sueitakarlar Þrátt fyrir að vera fjarri sinni heimabyggð átti Skagafjörðurinn greinilega sterk ítök í hugarheimi Sossu. Svo sterk að Karlakórinn Heimir var meginþemað í loka- verkefninu í Boston. „í mastersprófinu þurfti ég að koma með sögu samhliða loka- sýningunni. Þemað í sýningunni var fólkið mitt, Sauðkrækingar, sveitafólkið átti hug minn allan. Skagfirsku konurnar eiga mikið í öllum verkum mínum. I loka- verkefninu málaði ég karlana í Karlakórnum Heimi í búningum sínum. Á einni myndinni sást einn kórmeðlima að hjóla á æf- ingu í búningnum. Ég málaði líka konurnar í kaupfélaginu sem punta sig áður en þær fara að kaupa í helgarmatinn. Ég var með allt þetta fólk á 12-14 mynd- um og undirspilið á sýningunni var auðvitað söngur Karlakórs- ins Heimis. Ameríkanar voru mjög hrifnir af þessu. Karlakórar eru fyrirbæri sem þekkist ekki í Boston. Þar má finna blandaða kóra, kvennakóra, kirkjukóra og „Þetta var mjög erfiður tími fyrir okkur öll, sér- staklega held ég fyrir manninn minn. Hann var einn heíma með börnin á Sauðárkróki á meðan ég var að hvælast um í Boston." staða skólameistara við Mennta- skólann á Egilsstöðum og fjöl- skyldan elti hann að sjálfsögðu þangað. Ég kom mér upp vinnu- stofu fyrir austan, var með press- una mína og penslana. Ég fékk sendan striga og liti austur og sendi svo listaverkin suður. Ég fann það þegar ég bjó á Egils- stöðum að það er svolítið erfitt að vera myndlistarmaður svona langt í burtu frá markaðnum sem er í Reykjavík. Þeir eru margir sem eru hissa á að ég vilji búa í Keflavík, mér finnst fólk stund- um láta eins og Reykjavík sé ein- hver stórborg. Ef maður vill búa í alvörustórborg myndi maður flytja til New York. Kostirnir við Keflavík eru margir. Héðan er til dæmis stutt út í heim og ég nýti mér það óspart. Þetta er sjötta árið sem við búum hér í Keflavík. Ég finn að ég er komin nær mark- aðnum en það er mörgum sem „Eftir að vera búin að mála liti svona mikið eins og undanfarið þá væri svoiítið gaman að fara til baka í grafíkina. Eg hugsa að ég eigi eftir að prufa það seinna.“ barnakóra en þar finnur maður ekki karlakóra." Sossa var varla búin að koma sér aftur fyrir, eftir dvölina í Boston, þegar hún þurfti að pakka enn og aftur niður í ferða- tösku. „Manninum mínum bauðst finnst Keflavík vera óskaplega langt frá Reykjavík. Fólk sem vill skoða myndirnar mínar, spyr mig gjarnan hvort ég get ekki komið í bæinn til að leyfa því að velja úr myndunum. Það er eins og það geri sér ekki grein fyrir því að það er jafn langt fyrir mig að keyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.