Vikan


Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 26

Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 26
Skipulagsráðgiöf: h v a ð e r n ú li a ð ? Ef það finnst ekki í Bandaríkj- unum þá er það ekki til uar uið- kuæðið hjá eldri kynslóðinni hér á ísiandi þegar fólk fór að kynnast ofgnóttinni í þessu ríkasta landi heims um og eftir síðari heimsstyrjöld. Nýjung sem sannarlega finnst í Banda- ríkjunum en hefur lítið farið fyrir hér á landi er skipulags- ráðgjöf. Þar er risin upp heii stétt manna sem kallar sig skipulagsráðgjafa og þeir eru tilbúnir að skipuleggja allt frá eldhússkápnum þínum og upp í heilu skrifstofubyggingarnar. Þeir skrifa sömuleiðis bækur um huernig eigi að taka sér tak og koma reglu á líf sitt og þeir skipuleggja rekstur fyrirtækja allt frá starfsmannahaldi upp í útlit umhuerfísins. forðast óreiðuna er að vinna að því í smáskömmtum á hverjum degi að raða og betrumbæta það hvernig hlulunum er komið fyrir,“ segir Stephanie Culp, skipu- lagsráðgjafi. „Ef þú skipu- leggur þig nærðu stjórn á tíma þínum, umhverfinu og lífi þínu. Ef þú býrð við stans- lausa óreiðu endar það með því að hún stjórnar þér.“ Stærsta og erfiðasta vanda- málið er að mati Stephanie Culp að greina hismið frá kjarnanum. Ekki safna upp óendanlegum stöflum af drasli heldur skaltu henda jafnóðum öllu því sem kem- ur þér aldrei að neinum not- um. Safnarar reka venjulega upp ramakvein við þessi orð og benda á að erfitt er að vita hvað kemur að notum og hvað ekki. Eitthvað sem alls ekki nýtist í dag kann að verða ómissandi á morgun. Stephanie hlustar ekki á slíka tilfinningasemi heldur heimt- ar að allt sem hefur verið í kössum lengur en í tvo mán- uði fari beint í ruslið. „Ef Sjálfsagt þætti mörgum íslendingum ekki vanþörf á að fá nokkra slíka skipu- lagsráðgjafa til starfa hér og koma reglu á óregluna sem eflaust er nóg af hér eins og ytra. Gallinn við ráð- gjöf af þessu tagi er hins vegar sá að flestum þykja ráðin svo augljós og sjálfsögð að menn hrista höfuðið og hugsa: Þetta hefði ég getað sagt mér sjálfur. Hugsanlega en kannski er það einmitt hlutverk ráð- gjafans að segja þér það sem þú veist fyrir. En lít- um nú á nokkrar algeng- ar ráðleggingar skipu- lagssérfræðinga. Lærðu að henda „Lykillinn að því að koma reglu á í lífi sínu og þetta er svona stórkostlega ómissandi, hvernig stendur þá á því að þú notar það aldrei?“ spyr hún. Hún talar líka um að flokka alla pappíra og póst jafnóðum og hann berst inn í húsið. Að- eins örlítið brot af öllum þeim pappír sem yfir okkur flæðir sé í raun nauðsynlegur eða gagnlegur og aldrei eigi að láta hann safnast upp. Þetta segir hún að gildi á skrifstof- unni líka. Pappírshrúgurnar á skrifborðinu þínu gefi ekki til kynna að það sé mikið að gera hjá þér heldur eingöngu hversu óskipulagður þú ert. Hún mælir einnig með að bókum og blöðum sé hent eða þau gefin líknarfélögum, vinum eða ættingjum eftir lestur. Bókasafnarar, eins og Islendingar eru gjarnan, hafa sennilega ekki alveg sömu skoðun á þessu enda lesa flestir sannir bókaunnendur hverja bók oftar en einu sinni. Vertu stuttorð og gagnorð Stephanie mælir með að stór ruslafata sé í hverju her- bergi til að minnka líkurnar á að menn safni drasli sem eingöngu kemur til með að rykfalla. Hún mælir með að fólk noti e-mail eða tölvusam- skipti sem allra mest og minnki þannig pappírsflóðið. Öll skilaboð eigi sömuleiðis að vera eins stutt og gagnorð og mögulegt er. Bækur í hill- um á að skipuleggja eftir stærð en föt er best að flokka eftir litum. Rauður fatnaður í þessa hillu og grænn í næstu. Klæðaskápinn á einnig að takmarka við það sem mað- ur notar og henda eða gefa hitt. Hver hlutur á sínum stað og það sem er ekki notað verður að fara eru einkunnar- orð Stephanie Culp. Hún mælir með að í hvert skipti sem eitthvað nýtt sé keypt sé einhverju gömlu hent í stað- inn. Hún bendir fólki sömu- leiðis á að því minna sem menn eigi og því betur skipu- lagt sem það er því meiri tíma hafi það til að njóta lífsins og hún hvetur alla til að hætta að afsaka ruslsöfnun og taka sér gott tak og koma lagi á hlut- ina strax í dag. Ráðleggingar Stephanie Culp eru vafalaust góðar og gildar en gamalgróinn safnari getur ekki varist þeirri hugs- un að hún gangi of langt í því að henda. Endurnýting hluta er nefnilega mjög umhverfis- væn, góð og gild. Brúðarkjóll- inn hennar langömmu varð sparikjóll heimasætu í reyk- vískri fjölskyldu nú á dögun- um enda stendur vandaður og fallegur fatnaður alltaf fyrir sínu. Þótt flíkin sé ekki í tísku í dag eða þú vaxir upp úr henni koma aðrir tímar og önnur ráð. Um daginn heyrð- um við einnig af konu sem saumaði bútasaumsteppi handa syni sínum sem gert var úr skyrtunum sem hann átti þegar hann var barn og unglingur. Gott skipulag er sannarlega til að auðvelda mönnum lífið en flestir hafa einhvers konar skipulag á sinni óreiðu og vita vel hvar ganga má að hlutunum. 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.