Vikan


Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 30

Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 30
„Ekki er sú ást auðslitin, er ungír bundu," segir gamall málsháttur og sennilega er talsverður sannleikur í bess- um orðum. Stór hluti fólks á ýmsum aldri virðist nefnilega vera sammála bví að fyrsta ástin sé heit og sönn jafnvel bótt viðkomandi hafi ekki gifst eða bundist fyrstu ást- inni sinni. í nýlegri breskri rannsókn kom meira að segja í Ijós að margir báru enn til- finningar til beirra sem beir voru „skotnir í“ í leikskóla. Það skyldi bví enginn van- meta bau tiifinningabönd sem bundin voru á unga aldri. Leikskólást Það skyldi heldur enginn gera lítið úr tilfinningum barna og unglinga til hins kynsins því þær geta verið heitar og sannar þótt yfirleitt endist þær ekki. Ef þrettán ára gömul stúlka segist elska kærastann sinn meinar hún það sennilega alveg jafn mik- ið og að hún elski foreldra sína. Það er kannski ólíklegt 30 Vikan að ástin til kærastans endist en það stafar ekki af því að til- finningarnar séu ekki sannar heldur frekar af því að ung- lingarnir þroskast og breyt- ast. Sama er að segja um börn- in. Þau geta borið sterkar til- finningar til einhvers af hinu kyninu jafnvel þótt ekki sé um neitt samband að ræða eins og hjá þeim eldri. Það virðist nefnilega vera svo að margir bindist fyrstu ástinni sinni svo sterkum böndum að ástin geti kviknað aftur þegar viðkomandi er orðinn þroskaðri og jafnvel orðinn fullorðinn. „Ég varð skotin íbekkjar- systur minni í þriðja bekk í barnaskóla og var hrifinn af henni úr fjar- lægð í mörg ár. Ég eignaðist sjálfur nokkrar kærustur og hætti að hugsa um hana þegar við fórum í sitt hvorn fram- haldsskólann. Síðan hitti ég hana á tíu ára gagnfræðaaf- mæli okkar og þá small eitt- hvað saman hjá okkur. Hún hafði heldur ekki gleymt mér ogviðbyrjuðum saman eftir þetta kvöld,“ seg- ir 27 ára gamall maður um æskuástina sína. En þótt æskuástin geti ver- ið ljúf og yndisleg er ekki víst að hún gangi upp þegar á hólminn er komið. Það getur nefnilega verið hættulegt að búa til einhverja glansmynd af æskuástinni sem síðan hrynur þegar þú kynntist manneskjunni í raun og veru. Ef þú heldur hins vegar að þú og æskuástin þín gætuð náð saman er gott að hafa í huga að það skiptir máli hversu lengi þið hafið verið aðskilin þegar þið hittist aft- ur og það er ekki endilega slæmt að aðskilnaðurinn hafi verið langur. Ef þið voruð saman sem unglingar og hætt- uð saman, gætuð þið hafað þroskast nóg ef aðskilnaður- inn var langur. A hinn bóginn gætuð þið líka hafa þroskast í sitt hvora áttina en þið kom- ist sennilega aldrei að því nema þið látið á reyna. Sá eini eða sá eini rétti Þegar lengra líður á ung- lingsárin fara margir að huga að framtíðinni, trúlofa sig texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.