Vikan


Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 27.06.2000, Blaðsíða 14
Skylda okkar að veita meðferð Gerendur kynferðislegs ofbeldis eru oft börn og ungmenni Samtökin Barnaheíll hafa undan- farin ár unnið að foruörnum gegn kynferðislegu ofbeldí á börnum. Nýtt samstarfsuerkefni Barna- heilla og aðildarsamtaka Saue the Chíidren í Európu snýst um að draga athygli að stöðu ungra gerenda kynferðislegs ofbeldis sem og mikíluægi meðferðar uið þeirra hæfi. Þetta er mjög brýnt, ekki síst í ijósi þess að kannanir hafa sýnt að um fjórðungur ger- enda í kynferðisbrotamálum er átján ára eða yngri. Sueinbjörg Pálsdóttir. uerkefnisstjóri, hefur sínnt þessu mikiluæga starfi fyrir Barnaheill og hún segir að margt bendi auk þess til þess að þuí yngri sem gerendur séu þegar þeir fái meðferð þuí líklegri sé hún til að skila árangri. „International Save the Children er bandalag 27 samtaka frá jafn- mörgum löndum sem starfa vítt og breytt um heiminn," segir Sveinbjörg. „Barnaheill er aðili að þessum alþjóðasamtökum og öll hafa samtökin það að mark- miði að vinna á einn eða annan o hátt að bættum hag barna m.a. w með því að stuðla að fullum « mannréttindum þeirra. Barna- ^ sáttmálinn, eða samningur Sam- => einuðu þjóðanna um réttindi “ barnsins, er sá hugmyndafræði- m legi grunnur sem samtökin ^ byggja starf sitt á. 13 Save the Children hefur lengi barist gegn kynferðislegu ofbeldi ■o ábörnumogvorusamtökinm.a. 5, í lykilhlutverki í skipulagningu £ fyrstu heimsráðstefnunnar um ■o barnavændþbarnaklámogsöluá IT börnum í gróðaskyni, sem hald- in var í Stokkhólmi í ágúst 1996. A þeirri ráðstefnu var ákveðið að aðildarsamtök International Save the Children sæktu um fjár- hagstuðning til Daphne-áætlun- ar Evrópusambandsins til að vinna að samstarfsverkefni á þessu sviði sem var gert árið 1998. I því verkefni var annars vegar lögð megináhersla á að skapa vettvang fræðslu og um- ræðu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum undir yfirskriftinni „Secrets that Destroy“ og hins vegar að safna saman fræðslu- og upplýsingaefni sem notað er í forvarnarstarfi og leitast við að meta árangur þess. Bar sá hluti yfirskriftina „Vision and Rea- lity.“ Samstarfsverkefnið frá 1998 jók til muna þekkingu og skilning samtakanna á kynferðislegu of- beldi gegn börnum en ein mikil- væg niðurstaða þess var sú stað- reynd að gerendur kynferðislegs ofbeldis eru oft börn og ung- menni undir átján ára aldri. Ýms- ar rannsóknir sýndu að allt að 30% gerenda voru undir átján ára aldri og enn aðrar sýndu að 50% fullorðinna gerenda höfðu framið sitt fyrsta ofbeldisverk áður en þeir náðu átján ára aldri. Sálfræðingar hjá Save Ihe Children í Svíþjóð, sem vinna að meðferð drengja er sætt hafa kynferðislegu ofbeldi, sögðu að úr hópi um 100 drengja, sem leit- að höfðu til þeirra voru 22 beitt- ir ofbeldi af ungmennum undir átján ára aldri. Einnig var það mat þeirra að ofbeldið af þeirra hálfu væri mun grófara en þegar um fullorðna gerendur var að ræða. Meiri þekking fæst með alÞjóolegum skoðana- skiptum „Niðurstöður samstarfsverk- efnisins leiddu einnig í ljós að takmörkuð þekking og reynsla var fyrir hendi í þátttökulöndun- um á meðferð fyrir unga gerend- ur. í Evrópu. Kanada og Banda- ríkjunum eru reknar meðferðar- stofnanir fyrir þennan hóp ung- menna en það var mat þeirra er að verkefninu stóðu að þær hefðu ekki nægilegt samband sín á milli. Save the Children sam- tökin ákváðu því að halda áfram samstarfi á þessu sviði enda reynslan góð frá fyrra verkefni. Markmið hins nýja verkefnis er tvíþætt. í fyrsta lagi að draga upp skýra mynd af stöðu ungra gerenda í þátttökulöndunum og vekja athygli á henni. í öðru lagi að kalla saman fagfólk sem kem- ur að meðferð ungra gerenda í löndunum og skapa vettvang þar sem það getur miðlað af reynslu sinni og þekkingu, en veita einnig fræðslu af hálfu mjög reyndra sérfræðinga á þessu sviði. Auk fólks frá íslandi taka þátt í sam- starfsverkefninu fólk frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Spáni. Myndaðir voru vinnuhópar í öllum löndunum fimm og ís- lensku þátttakendurnir hittust fyrst á vinnufundi hér heima og skiptu með sér verkum til að fá heillega mynd af ástandinu hér. I vor fórum við svo á námskeið í Madrid þar sem margir erlendir sérfræðingar héldu fyrirlestra en einnig var unnið í umræðuhóp- um. Margir er starfa við meðferð ungra gerenda hitta tiltölulega lítinn hóp einstaklinga sem hefur það í för með sér að hægt geng- ur að öðlast nægilega reynslu og dýpri þekkingu á hegðun ger- enda. Alþjóðleg skoðanaskipti og samstarf á þessu sviði stuðla meðal annars að því að hægt er að kanna stærri hóp en ella. Ein af niðurstöðum nám- skeiðsins var að við höfum skyld- um að gegna gagnvart ungum gerendum. Okkur ber, sam- kvæmt barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna, að tryggja börn- um viðeigandi meðferð þegar þau þurfa hennar með. Þá á ég ekki við að ungir gerendur eigi að vera undanþegnir refsingu, alls ekki. En ekki má gleyma að þeir eiga rétt á aðstoð. Það kom fram í máli sérfræðinga á námskeiðinu að margir gerendur hafa sjálfir sætt kynferðislegu ofbeldi eða alist upp við annars konar ofbeldi og alvarlega vanrækslu. Á nám- skeiðinu í Madrid var reynt að skoða málið út frá mörgum sjón- arhornum og með tilliti til að- stæðna hér á landi. í framhaldi af námskeiðinu var síðan ákveð- ið að boða til málstofu þar sem miðlað var til fagfólks upplýsing- um um stöðu mála hér og þeim hugmyndum sem komu upp í Madrid.“ Ríkinu ber að sjá til Dess að hægt sé að veita við- eigandi meðferð Þátttakendur í íslenska vinnu- hópnum eru Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, Hrefna Olafsdóttir og Karl Mar- ínósson, félagsráðgjafar hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, Olöf Ásta Faresveit, uppeldis- og afbrota- fræðingur á Stuðlum og Þorgeir Magnússon, sálfræðingur frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík. ís- lensku þátttakendurnir hafa all- ir komið að málum ungra ger- enda í starfi sínu og þekkja vel til þess sem hér er efst á baugi. Hefur ungum gerendum í kyn- ferðisbrotamálum þá ekki verið veitt nein meðferð fram að þessu? „Jú, vissulega. Hér á landi er vísir að meðferð fyrir þá og fag- fólk telur að það sé á réttri leið þótt ýmislegt megi bæta. Það er mikilvægt að yfirvöld horfist í augu við að hópur gerenda í kyn- ferðisbrotamálum eru ungmenni undir átján ára aldri og sú stað- reynd hefur áhrif á lagasetning- ar, fræðslu og meðferðarúrræði. En það er ríkisins að sjá til þess að hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Það er einnig nauðsyn- legt að viðurkenna að ungir ger- endur kynferðisofbeldis eru fyrst og síðast unglingar sem eiga sömu réttindi og aðrir jafnaldr- ar þeirra. Einnig er mjög mikil- vægt að gera greinarmun á börn- um og ungmennum sem fremja kynferðislegt ofbeldi og fullorðn- um einstaklingum sem beita samskonar ofbeldi. Börn og ung- menni sem fremja kynferðislegt ofbeldi eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum gerendum. Sér- hvert ríki fyrir sig verður síðan að þróa meðferðarúrræði sem hæf- ir þessum börnum og ungmenn- um.“ 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.