Vikan


Vikan - 04.07.2000, Page 24

Vikan - 04.07.2000, Page 24
Það er ýmislegt til ráða ef þú hefur fund- ið draumaprinsinn en foreldrar þínir þola hann ekki. heimsendir. Ef þú ert komin af unglingsaldri og býrð ekki lengur í foreldrahúsum kem- ur foreldrum þínum í raun ekki lengur við hvern þú velur þér sem kærasta. Þið eruð öll orðin fullorðið fólk og þvf ættuð þið að geta rætt málin í hreinskilni. Láttu foreldra þína vita að það særi þig að finna að þeim líki ekki við kærastann og gerðu þeim grein fyrir alvöru málsins. Ef samband þitt og kærastans er alvar- legt og þið búið jafnvel saman komast foreldrar þínir ekki hjá því að hitta hann og því er best fyrir ykkur öll að samskipt- in gangi snuðrulaust fyrir sig. Enginn vill afneita foreldrum sínum en ef þau láta orð þín sem vind um eyru þjóta gætir þú þurft að gera upp við þig hvort kærastinn er það mikilvægur að þú sért tilbúin til að minnka samskiptin við foreldra þína. Það er auðvitað ömurlegt að lenda í slíkri aðstöðu en ef tjl vill sjá foreldrar þínir og aðrir ættingjar ekki ljósið nema þú látir þá vita með þessum afgerandi hætti að þér mislíki framkoma þeirra. Mismunandi aðstæður Ef fjölskylduboðin enda alltaf með ósköpum þegar þú tekur kærastann með þér væri kannski ráð að þú byðir foreldr- Hann er sætur, kynbokkafullur og Þu ert yfir pig hrifm af hon- um. Það er bara eitt vandamal Foreldrar Þmir, vinir og systkim hata hann ems og pestina. Hvernig getur draumaprmsinn Þinn verið martrbð Þeirra sem standa í kringum Þig og hvað er til raðaP m. „Eg klúðraði ágætu sam- bandi vegna þess að ég tók ofmikiðmark á vinum mínunr og for- eldrum. Eg var yfir mig hrifin af manninum en gagnrýndi hann stöðugt og skammaði vegna þess að foreldrar mínir þoldu hann ekki. Við fórurn í mat til foreldra minna og hann fór að ræða um pólitík við pabba sem er harður hægri maður en kærastinn var vinstri maður. Það var auðvitað mjög vanhugsað af honum að fara að tala um jafn viðkvæmt mál og pólitík en honum var alveg sama þótt pabbi væri á annarri skoðun og taldi að þeir stæðu bara í upp- byggilegum rökræðum. Eg þekki hins vegar pabba vel og sá að hann dæmdi manninn til ævilangrar vistar í neðra þeg- ar hann lýsti því yfir að hægri menn væru eigingjarnir framapotarar," segir 28 ára gömul kona um samband sitt við erfið- an kærasta. Mamma veit ekki alltaf best Það er auðvitað erfitt að horfa fram hjá því ef foreldrum þínum er illa við nýja manninn í lífi þínu og en það er ekki Vi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.