Vikan


Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 60
pennasaga Villtur í sundi Síðastliðið sumar vann ég óhemju mikið og var því orðinn mjög þreyttur. Ég ákvað að skreppa í sund eftir vinnu einn föstudag- inn til að liggja í pottinum og reyna að hressa mig við fyrir kvennafar seinna um kvöldið. Sko, annað hvort gerir maður hlutina ____JT*' 100% eða ekki! En ég vissi ekki þá hvað mundi bíða mín í sundlauginni. Þegar ég var búinn að liggjaí pottinum í nær l jjv klukkustund, orðinn mátu- ^ f* (íSS lega dasaður, ákvað ég að tS ^ Q . fara að koma 'VV ^ ''i mér heim þar sem að ég var alveg við það að sofna. Eins og venjulega fór ég inn í búnings- klefa og fór auðvitað í sturtu. Ég reif af mér sundskýluna og makaði sápu í hárið. Umm, hvílíkur ilmur. Ef stelpurnar mvndu sko ekki „fíla“ þessa eplalykt þá vant- aði nú eitthvað meira en lítið í þær. Það leið ekki á löngu þar til að hárið á mér var allt löðr- andi í sápu og á því augna- bliki heyrði ég hlátur. Mér brá svolítið þar sem Hii' Neyðarlegasta mér þótti þessi hlátur frekar kvenlegur og þegar ég opnaði augun stóðu þarna beint fyr- ir framan mig tvær stelpur á aldur við mig og þær voru ekki beint fýlulegar að sjá! Því miður, mín vegna, þekkti ég aðra þeirra. Skóla- systir mín. „Bömmer“! Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að ég var í kvennaklefanum. Það næsta sem ég gerði var að grípa sundskýluna mína eins hratt og ég gat og reyna að komast í hana. Það skrítna er að þetta var eina skiptið sem ég hef átt í einhverju basli með að kom- ast í hana. Kannski var það ekki svo skrýtið því ég var með aðra höndina á djásnun- um og hina á skýlunni. Þegar skýlan var komin upp að hnjám eða svo reyndi ég að hlaupa út úr klefanum en með þeim afleiðingunum SendU Okkur skemmtilega sögu úr lífi þínu, hún má vera 1 vélrituð síða, í léttum dúr og á að fjalla um eitthvert minnisstætt atvik þar sem þú lentir í vanda. Við munum birta skemmtilegustu sögurnar og þeir sem fá sögur sínar birtar hljóta verðlaun sem eru ekki af verri endanum; Sheaffer Prelude sjálf- blekung. Sheafferpennar eru gæðagripú (eins og sjá má hér annars staðar á síð- unni!) og Prelude línan er sú vin- sælasta urn þessar mundir. Prelude sjálfblekungurinn er einmitt rétti penninn fyrir nútímafólk, hann er hannaður sem sjálf- blekungur og hægt er að draga upp í hann blek úr blekbyttu, en einnig má nota blekfyll- ingu ef það hentar eig- andanum betur. Á Prelu- depennanum er stáloddur, húðaður með 23 karata gulli og hann er sérstaklega hannaður til að falla vel í hendi. Skrifaðu minninguna af neyðarlegasta atviki lífs þíns og sendu okkur hana. Við birtum sögurnar undir dulnefni ef óskað er. Heimilisfang Vikunnar er : Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík. Hver veit nema þú eignist merktan Sheaffer penna! að ég datt og minnstu munaði að ég rotaði mig á flísalögð- um veggnum. Á endanum komst ég út en mætti svo stelpunum fyrir utan þegar ég settist inn í bílinn minn. Þær veifuðu til mín og brostu blíð- lega þegar ég bakkaði út úr stæðinu. Hvað gat ég eiginlega gert annað en að veifa á móti? Og skólaballið um kvöldið ... Enn í dag er ég að velta því fyrir mér af hverju stelpurn- ar voru eiginlega að hlæja. Það má geta þess, svona rétt til gamans, að ég er í sam- bandi við aðra þeirra í dag en hún vill ekki enn segja mér hvað þeim fannst svona fynd- ið! Og vel að merkja, djásnin mín standa sko fyrir sínu! ...eða þannig. 60 Vikan Aðsend saga: Höfundurinn, Emil, fær sendan glæsilegan merktan Sheaffer penna frá Andvara. ATH!: Munið að láta fullt nafn og símanúmer fylgja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.