Vikan


Vikan - 04.07.2000, Síða 60

Vikan - 04.07.2000, Síða 60
pennasaga Villtur í sundi Síðastliðið sumar vann ég óhemju mikið og var því orðinn mjög þreyttur. Ég ákvað að skreppa í sund eftir vinnu einn föstudag- inn til að liggja í pottinum og reyna að hressa mig við fyrir kvennafar seinna um kvöldið. Sko, annað hvort gerir maður hlutina ____JT*' 100% eða ekki! En ég vissi ekki þá hvað mundi bíða mín í sundlauginni. Þegar ég var búinn að liggjaí pottinum í nær l jjv klukkustund, orðinn mátu- ^ f* (íSS lega dasaður, ákvað ég að tS ^ Q . fara að koma 'VV ^ ''i mér heim þar sem að ég var alveg við það að sofna. Eins og venjulega fór ég inn í búnings- klefa og fór auðvitað í sturtu. Ég reif af mér sundskýluna og makaði sápu í hárið. Umm, hvílíkur ilmur. Ef stelpurnar mvndu sko ekki „fíla“ þessa eplalykt þá vant- aði nú eitthvað meira en lítið í þær. Það leið ekki á löngu þar til að hárið á mér var allt löðr- andi í sápu og á því augna- bliki heyrði ég hlátur. Mér brá svolítið þar sem Hii' Neyðarlegasta mér þótti þessi hlátur frekar kvenlegur og þegar ég opnaði augun stóðu þarna beint fyr- ir framan mig tvær stelpur á aldur við mig og þær voru ekki beint fýlulegar að sjá! Því miður, mín vegna, þekkti ég aðra þeirra. Skóla- systir mín. „Bömmer“! Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að ég var í kvennaklefanum. Það næsta sem ég gerði var að grípa sundskýluna mína eins hratt og ég gat og reyna að komast í hana. Það skrítna er að þetta var eina skiptið sem ég hef átt í einhverju basli með að kom- ast í hana. Kannski var það ekki svo skrýtið því ég var með aðra höndina á djásnun- um og hina á skýlunni. Þegar skýlan var komin upp að hnjám eða svo reyndi ég að hlaupa út úr klefanum en með þeim afleiðingunum SendU Okkur skemmtilega sögu úr lífi þínu, hún má vera 1 vélrituð síða, í léttum dúr og á að fjalla um eitthvert minnisstætt atvik þar sem þú lentir í vanda. Við munum birta skemmtilegustu sögurnar og þeir sem fá sögur sínar birtar hljóta verðlaun sem eru ekki af verri endanum; Sheaffer Prelude sjálf- blekung. Sheafferpennar eru gæðagripú (eins og sjá má hér annars staðar á síð- unni!) og Prelude línan er sú vin- sælasta urn þessar mundir. Prelude sjálfblekungurinn er einmitt rétti penninn fyrir nútímafólk, hann er hannaður sem sjálf- blekungur og hægt er að draga upp í hann blek úr blekbyttu, en einnig má nota blekfyll- ingu ef það hentar eig- andanum betur. Á Prelu- depennanum er stáloddur, húðaður með 23 karata gulli og hann er sérstaklega hannaður til að falla vel í hendi. Skrifaðu minninguna af neyðarlegasta atviki lífs þíns og sendu okkur hana. Við birtum sögurnar undir dulnefni ef óskað er. Heimilisfang Vikunnar er : Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík. Hver veit nema þú eignist merktan Sheaffer penna! að ég datt og minnstu munaði að ég rotaði mig á flísalögð- um veggnum. Á endanum komst ég út en mætti svo stelpunum fyrir utan þegar ég settist inn í bílinn minn. Þær veifuðu til mín og brostu blíð- lega þegar ég bakkaði út úr stæðinu. Hvað gat ég eiginlega gert annað en að veifa á móti? Og skólaballið um kvöldið ... Enn í dag er ég að velta því fyrir mér af hverju stelpurn- ar voru eiginlega að hlæja. Það má geta þess, svona rétt til gamans, að ég er í sam- bandi við aðra þeirra í dag en hún vill ekki enn segja mér hvað þeim fannst svona fynd- ið! Og vel að merkja, djásnin mín standa sko fyrir sínu! ...eða þannig. 60 Vikan Aðsend saga: Höfundurinn, Emil, fær sendan glæsilegan merktan Sheaffer penna frá Andvara. ATH!: Munið að láta fullt nafn og símanúmer fylgja.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.