Vikan


Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 26

Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 26
Samantekt: Guðríður Haraldsdóttir Sýndu stolt og láttu hann í friði! Að drepa niður uonír, uæntingar og framtíðar- drauma með einhverjum sem maður eiskar og hef- ur jafnvel elskað lengi hlýtur að vera með hví erfiðara sem hægt er að lenda í. Tilfinningar eins og höfnun, sorg og reiði fylla hugann og sú til- hugsun að líðanin muni lagast er víðs fjarri. Hér koma nokkur góð ráð til að lina sársaukanm Dekraðu við Ing. Farðu íheitt bað því vatnið fær þig til að slaka á og þér veitir ekki af því að róa þig niður. Best er að liggja í góðu froðu- eða olíu- baði. Sturta gerir einnig gott og notaðu þá sturtusápu sem ilmar vel þvf góð lykt hefur jákvæð áhrif á sálartetrið. Kauptu þér bók sem þig hefur lengi langað í og láttu fara vel um þig uppi í sófa með hana og hafðu einhvern góðan drykk við höndina, t.d. kaffi eða te. Ekki borgar sig að drekka áfengi til að drekkja sorg- um sínum því það er margsann- að að sorgirnar fljóta alltaf ofan á ... Gráttu. Ekki er vafamál að það er hollt að geta grátið. Leyfðu flóðgátt- unum að opnast því þér fer vafa- laust að líða mun betur í kjölfar- ið. Ekki reyna að komast í gegn- um þetta á hörkunni, með sam- anbitnar varir og flein í hjarta, því þá gæti líkaminn farið að veikj- ast. Þú ert ekkert duglegri þótt þú harkir af þér, það hægir bara á batanum. Talaðu um sorgina... en aðeins við fólk sem þú treystir og virðir og veist að sýnir þér huggun og styrk. Að tala um sorgina getur hjálp- að þér að komast í gegnum það versta og einnig að sjá skýrar sambandið og jafnvel hvað leiddi til slita þeirra. Þó máttu ekki fest- ast í ástæðunni held- ur reyndu að sjá málið frá víðara sjónarhorni. Ekki er verra að fara í nokkra tíma hjá sál- fræðingi ef líðanin er slæm. Þeir eru oft afar naskir að sjá hvernig í málum liggur og geta stutt þig við að komast út úr vítahring sorgar- I innar. Vinir taka undantekningarlítið afstöðu með þér, sem er í fínu lagi, en stund- um getur verið betra að fá ókunnan aðila til hjálpar og þá fagmann eins og sálfræðing. Endaðu Ekkert er verra en að hanga í lausu lofti og vita ekki hvort þetta var óvenjuslæmt rifrildi eða sambandsslit. Því verður að kveðja hinn aðilann á endanleg- an hátt ef sambandinu er lokið. Þú getur hitt hann einhvers stað- ar eða skrifað honum bréf eða sent tölvupóst. Ef þú treystir þér ekki til að hafa samband við hann, vilt hvorki hitta hann né skiptast á bréfum við hann, skaltu skrifa honum kveðjubréf og brenna það síðan. Þá er sam- bandinu lokið í huga þínum. Skiptu um umhverfi. Ekki loka þig af þótt þú sért áhugalaus um allt sem gengur á þarna úti. Þótt þú hugsir ekki um neitt annað en ástina sem þú misstir er afar hollt að fara út annað slagið, í kvikmyndahús eða á kaffihús í góðum félags- skap vinar eða vina. Þannig 26 Vikan nærðu jarðsambandi aftur og manst eftir að það er líf eftir sam- bandsslit! Enga dagdrauma! Það er afar ólíklegt að hann skipti um skoðun og birtist við dyrnar hjá þér með fangið fullt af rósum og afsakandi bros á vör. Að leyfa sér að hugsa svona hugsanir af og til er í lagi en að festast í óraunsæjum dagdraum- um um endurheimta ást frestar því bara að þér fari að líða bet- ur. Ekki hugsa um hefnd. Ef þú ert sár og reið er ágætis ráð að ímynda sér að allt gangi á afturfótunum hjá honum eftir að sambandi ykkar lauk. Ef þú ferð að hefna þín á honum með því að skera á dekkin á bflnum hans eða hringja endalaust í hann og skella á gætu afleiðingarnar orðið verri fyrir þig en hann. Sýndu stolt og láttu hann í friði! Ekki gera pér erfiðara fyrir. Hættu að hugsa um að öðruvísi hegðun þín hefði getað breytt einhverju. Þið væruð kannski ennþá saman ef þú hefðir verið þolinmóðari og betri. Það er sjaldnast rétt og svona hugsanir auka aðeins á vanlíðan þína. Hættu allri sjálfsmeð- aumkun. Eftir nokkrar vikur er ekki eðlilegt að þú grátir enn og vor- kennir þér. Þá er kominn tími til að þú þvingir fram bros. Að sýna gleði þótt sorgin ríki inni fyrir getur verið erfitt en þér fer ör- ugglega að líða betur eftir nokkr- ar mínútur ... í alvöru! Skipuleggðu framtíðína. Þig langar kannski ekki að hugsa um morgundaginn, hvað þá næstu viku. En um leið og þú getur farið að hugsa fram í tím- ann, t.d. hvernig þú ætlir að verja næstu helgi, er stórum áfanga náð. Þú hittir nýtt og spennandi fólk og færð eitthvað nýtt til að hugsa um og það getur verið fljótvirk lækning. Gangi þér vel!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.