Vikan


Vikan - 12.09.2000, Síða 8

Vikan - 12.09.2000, Síða 8
öllum sjónrænum hliðum þátt- anna. Mér finnst skemmtilegast að vinna svona margþætt. Einnig er ómetanlegt að fá að vinna með skapandi listamönnum eins og Önnu Þóru Steinþórsdóttur, sem setur þættina saman með mér, myndatökumönnunum, Bjarna Felix Bjarnasyni tæknistjóra og öllum strákunum í stúdíóinu og myndstjórninni sem eru frábær- ir.“ „Ný tækni gerir það mögulegt að gera hlutina með minni til- kostnaði og minni fyrirhöfn en áður var,“ segir Fjalar. „En af meira hugviti," bætir Vala við. „Það háir hinum stöðvunum kannski að sumu leyti að þær voru byggðar upp af fólki sem var að öðlast sína starfsreynslu með- an filmur voru enn notaðar, tæki voru stór, dýr og þung og því þurftu menn að hugsa hlutina öðruvísi. Án þess að ég sé neitt að gera lítið úr vinnubrögðum þeirra þá er það mjög eðlilegt að menn þróist og það er ekki hægt að gera byltingu án þess að ein- hver farist. Þarna eru menn að byrja frá grunni með nýja og mun hentugri tækni sem þeir þekkja og kunna á án þess að gamlar venjur bindi hendur þeirra á nokkurn hátt. Ég tók t.d. eftir því þegar ég sá fyrst dagskrárupp- setninguna hjá Skjá einum í vet- ur að mörg kvöld fannst mér frá- bær dagskrá sem einmitt höfð- aði til mín en svo voru önnur kvöld þar sem ég vildi alls ekki sjá neitt, enda var dagskráin þau kvöld alls ekki sniðin með þann áhorfendahóp, sem ég tilheyri, í huga. Mín fyrsta hugsun sem fyrrverandi RÚ V manns var hins vegar: Má þetta? Þetta lítur út fyrir að vera allt of skemmtileg dagskrá og það hefur verið óskráð regla hjá RÚV að það má aldrei vera neitt skemmtilegt lengur en í hálftíma í senn. Þá verður a'ð koma eitthvað fræð- andi og ábyrgt. Við erum orðin svo föst í þessum hugsanagangi, sem hinar stöðvarnar hafa kom- ið inn hjá okkur, að dagskráin verði alltaf að höfða til eins fjöl- breytts hóps og hugsast getur og helst til allra í einu. Á Skjá einum vinnur hins vegar ungt fólk sem sest bara niður og segir: „Svona viljum við hafa þetta og þannig verður það“.“ Það er Iff utan f jölmiðla Flestir landsmenn kannast við Fjalar og muna eftir honum ým- ist úr Dagsljósinu eða Þjóðarsál- inni. Að frátöldum útvarpsþætt- inum Glataðir snillingar sem hann var með, ásamt Þórhalli Gunnarssyni, hefur lítið sem ekk- ert sést eða heyrst til hans í fjöl- miðlum í langan tíma. Hvar hef- ur pilturinn haldið sig? „Það er líf utan fjölmiðla,“ seg- ir Fjalar og brosir. „Bæði á öðr- um hnöttum og í öðrum starfs- greinum. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að það kemur alltaf svolítill vorkunnartónn í rödd manna þegar þeir segja við mig: „Ertu alveg hættur í fjölmiðl- um?“ Ég rann svona einhvern veginn inn í auglýsingabransann, úr honum inn í Internetheiminn og þaðan inn í það heitasta um þessar mundir sem er samruni símatækninnar og netsins. Ég gat nú reyndar ekki alveg stillt mig þegar ég var í Internetmálum og hélt úti föstum dálki um Inter- net og viðskipti í Viðskiptablað- inu. Nú starfa ég hjá Oz og er mjög ánægður með starf mitt. Ég viðurkenni alveg að ég hef mjög gaman af að vinna við sjónvarp en gæti ekki hugsað mér að sleppa því starfi sem ég er nú í. Vala kom hins vegar með tilboð sem ég gat ekki hafnað því það gerði mér kleift að vinna við þennan þátt án þess að þurfa að sleppa því sem ég hef fyrir. Mér fannst ég einfaldlega ekki geta sagt nei þegar svo vel var umbú- ið.“ „Fjalar er einn af skemmtileg- ustu sjónvarpsmönnum landsins þannig að ég er alsæl að fá hann með mér. Og ef hann væri ekki að vinna fulla vinnu í fyrirtækinu Oz myndi ég hafa fengið hann til að vinna meira með mér við vinnslu þáttarins en er ánægð með að hafa fengið hann í útsendingarn- ar með mér,“ segir Vala og bros- ir aftur sínu blíðasta þegar hún lítur til samstarfsmanns síns. Þau Vala og Fjalar eru á leið í tökur á næsta þætti og þurfa því að fara að slíta þessu spjalli. Fjal- ar er að velta fyrir sér götuheit- um og hversu miklir tungubrjót- ar sum þeirra séu. „Uppáhalds- götunafnið mitt er Mururimi. Þetta hljómar meira eins og grænlenska eða frumbyggjamál á Hawaii heldur en íslenska. Get- ið þið ímyndað ykkur hvernig er fyrir íbúa að reyna að segja þetta orð um miðja laugardagsnótt, eftir aðeins of mörg glös?“ segir Fjalar og glottir. Hugsanlega er hér komið umfjöllunarefni fyrir Innlit/Útlit, fegurðin í götuheit- um. 8 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.