Vikan


Vikan - 12.09.2000, Page 26

Vikan - 12.09.2000, Page 26
Smásaga eftir Karin Fossum. Þorunn Stefánsdóttir Þýddi. Þau sendu til mín ungan, önn- um kafinn lækni sem staðfesti að ég væri ekki með hita og ekki með sýkingu í hálsi en liti hræðilega út. Hann stumraði yfir mér þar sem ég lá í rúm- inu fyrir framan sjónvarpið og spurði hversu lengi ég hefði verið veik. „í eina viku,“ flýtti ég mér að svara og gætti þess að horfa ekki í augun á honum. Hann leit rannsakandi á mig. „Þú verð- ur að drekka meira," sagði hann með áherslu. „Þú er að þorna upp! Og blóðþrýsting- urinn er allt of lágur. Eg skil þetta ekki.“ Hann gaf mér sjúkravottorð til tíu daga og hristi höfuðið þegar hann fór. Ég var fegin að sjá á eftir hon- um og hvfldi mig eftir áreynsl- una. Með jöfnu millibili skipti ég um vatn í hitapokanum. Ég uppgötvaði einn daginn að húðin á hálsinum var orðin undarleg, það var engu lík- ara en hún væri að losna frá líkamanum. Hún hékk í fell- ingum líkt og á kalkúna. Aug- un voru líflaus. Æðarnar í höndunum voru eins og flæktar rætur, þær voru blá- grænar og fóru undan eins og gúmmíteygja þegar ég studdi fingrunum á þær. En hugur- inn var skýr, þótt einstaka sinnum yrði ég sljó. Eiginlega leið mér ekki illa. Hungur- dauði var ekki eins slæmur og ég hafði haldið. Ég hafði heyrt alls kyns sögur um of- sjónir, háan hita og maga- verki, en ég fann ekki fyrir slíkum einkennum. Það gæti þýtt það að ég ætti langt eft- ir, lengra en ég óskaði mér. Ég var samt ekki viss. Púlsinn var hægur en reglulegur. Ég mældi hann þrisvar á dag og ákvað að hringja eftir hjálp þegar að því kæmi að hann yrði óreglulegur. Stundum vaknaði ég upp af löngum svefni og vissi ekki hvort það var nótt eða dagur. Ég dró gluggatjöldin fyrir. Rökkrið var svo notalegt. Það glitti í dauft, grænt ljós frá hljóm- flutningstækjunum, það var eins og lítið auga sem blikk- aði í myrkrinu. Ég hlustaði á sömu plötuna aftur og aftur. Það var róandi. Stundum langaði mig til að gráta, en ég gat það ekki. Það kostaði of mikið erfiði að hreyfa við til- finningunum, það var áreynsluminna að halda þeim í skefjum. Ég var ekki viss um hvort veikindavottorðið væri ennþá í gildi, ég hafði ruglast á dögunum. Ég vonaði að ennþá ætti ég inni nokkra veikindadaga. Með erfiðis- munum tókst mér að flytja rúmið nær símanum. Með því að rétta út handlegginn gat ég teygt mig í hann. En ég mundi ekki símanúmerið. Ég ákvað að skrifa það á miða og stinga honum undir koddann. Dag einn heyrði ég undar- legt hljóð. í fyrstu skar það í eyrum en smátt og smátt dó það út. Hljóðið var óþægilegt þegar það var sem sterkast, en alls ekki sársaukafullt. Það yfirgnæfði öll önnur hljóð, svo sem hljóðið frá hjartslætti mínum og hljóðið í umferð- inni fyrir utan. Svo hætti ég skyndilega að heyra hljóðið. Líkami minn leit nú út eins og líkami gamallar konu. Húð- in var grá og líflaus, svitinn gljáði á andlitinu en húðin var þurr á enninu og nefinu. Ef til vill var þetta eins konar kald- ur sviti. Það var vont að liggja, húðin var aum þar sem bein- in stóðu út. Ég reyndi að snúa mér oft. Ég fór æ sjaldnar á klósettið. Kannski var það vegna þess að ég drakk minni vökva. Þvagið lyktaði illa, það var ekki lengur ljósgult, heldur undarlega dökkt. Ég fann ekki til svengdar. Hversu margar vikur voru liðnar? Tveir mánuðir eða meira, ég hafði ekki orku til þess að reyna að reikna það út. Mér fannst ég alls ekki vera við dauðans dyr, langt í frá, ég var bara óendanlega þreytt. Ég þurfti stöðugt á meiri svefni að halda; ég var fegin því, þá leið tíminn hrað- ar. Tíminn leið reyndar ekki eins og hann var vanur að gera, hann bara var þarna. Tíminn varð nokkurs konar ástand. Mér til mikillar ánægju var sykurskálin í eld- húsinu tóm. Þar með var ég laus við þá freistinguna. Það var auðvitað vatnið sem hélt í mér lífi, það má lifa lengi á ísköldu, fersku vatni. Kannski ætti ég líka að hætta að drekka vatn, hugsaði ég með mér, og flýta ferðinni svolítið. Ekki það að ég væri óþolinmóð. En kannski rynni sjúkravottorðið út fljótlega og kannski kæmi einhver til þess að líta eftir mér. Ég var dauðhrædd um að einhver hringdi en mér tókst ekki að taka símann úr sambandi. Ég var líka hrædd um að ég hefði ekki krafta til þess að stinga honum aftur í samband. Ég hafði lengi verið fjarri dag- legu lífi. I vinnunni sat afleys- ingamanneskja í stólnum mínum. Hún var örugglega yngri og duglegri en ég. Það væri sennilega best fyrir alla ef ég kæmi aldrei aftur, hugs- aði ég, og hlustaði á suðið fyr- ir eyrunum sem kom og fór, líkt og fæðingarhríðir. Það var ljóslaust á baðinu. Það var gott, þá þurfti ég ekki að horfa á sjálfa mig í speglinum. Ég skynjaði aðeins lítinn, illa lyktandi skugga sem blakti til og frá. Ég varð undrandi þeg- ar ég uppgötvaði einn daginn að jrað blæddi úr hnénu á mér. Ég mundi ekki til þess að hafa dottið og meitt mig. Satt og segja var púlsinn orðinn svolítið óreglulegur, stundum sleppti hann úr nokkrum slögum. Símanúmerið hjá læknavaktinni var undir koddanum. Það veitti mér ör- yggiskennd. Uti skein sólin. Ég sá glitta í hana gegnum rifu á glugga- tjöldunum. Ég ætlaði að bíða myrkurs, svo ætlaði ég að hringja. Fyrst ætlaði ég að sofa svolítið. Ég hlustaði eft- ir dauðanum, skyggndist eft- ir honum í myrkrinu bak við augnalokin en sá ekki neitt. Ég heyrði ekki einu sinni í umferðinni fyrir utan. Mér fannst sem sterkir geislar sól- arinnar brenndu gluggatjöld- in. Ég sofnaði aftur og svaf lengi. Þegar ég vaknaði reyndi ég að mæla púlsinn á úlnliðnum en fann ekki fyrir honum. Ég hafði legið á handleggnum meðan ég svaf, hann var dofinn eins og hann væri lamaður. Ég reyndi að stinga hendinni undir kodd- ann til þess að finna miðann með símanúmerinu, en fann hann ekki. Skyldi hann hafa dottið á gólfið? Ég þorði ekki að beygja mig yfir rúmstokk- inn af hræðslu við að detta fram úr rúminu. Þar fyrir utan var líka svo dimmt. Ég hafði aðeins kveikt á tveimur litlum lömpum en ég sá þá varla, það eina sem ég sá voru tvær litlar ljóstírur í fjarska. Ég leitaði lengur og varð yfir mig þreytt. Að síðustu fann ég miðann og kreisti hann fegin í hendi mér. Ég á miðann ennþá. Hann er rakur af svitanum á hönd- um mér. Ég reyni að slétta hann en fingurnir hlýða mér ekki lengur. Þeir eru dofnir og tilfinningalausir og miðinn rifnaði. Hann liggur í tætlum ofan á sænginni minni. Ég get séð töluna tvo og töluna sjö og síðan ekki meir. Ég sé ekki símann þótt ég viti af honum við hliðina á rúminu mínu. Það er grafarþögn í herberg- inu. Það er eins og allt sofi. Græna augað í hljómflutn- ingstækjunum er orðið dauft. Ég reyni að muna hvert ferð- inni var heitið en ég man það ekki. Það eina sem ég veit er að mig langar til þess að snúa við, en nú er það um seinan. Gólfið opnast undir mér og rúmið mjakast hægt og rólega að brúninni. Ég reyni að fela snjóhvítt andlitið í höndun- um. Andlit, sem lýsir eins og ljósker í svörtu myrkrinu. 26 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.