Vikan - 12.09.2000, Page 29
opið fram eftir á föstudags-
kvöldi. Ég brunaði aftur upp
á herbergi og skipaði vinkonu
minni að koma með mér
þangað og hjálpa mér að velja
eitthvað sæmilegt til að fara í
Ég uæri nú meira fíflið að
láta hafa mig út í hetta
asnalega ferðalag með
henni. Ég hefðí ekkert er-
indi átt harna norður og nú
kæmi hetta tíl með að
kosta míg stórfé.
um kvöldið. í leigubílnum á
leið í verslunina gerði ég ekki
annað en skamma stöllu
mína. Hún hlyti að vera alvar-
lega nærsýn að sjá ekki betur
en þetta hvaða föt hún var að
taka til og að ég væri nú meira
fíflið að láta hafa mig út í
þetta asnalega ferðalag með
henni. Ég hefði ekkert erindi
átt þarna norður og nú kæmi
þetta til með að kosta mig
stórfé. Hún sat að mestu þegj-
andi og reyndi að láta
skapillskuna í mér fara inn
um annað eyrað og út um hitt.
Kurteis heiðursmaður
kemur til sögunnar
í Hagkaupi var eitthvað til
af kjólum á góðu verði sem
mér þóttu hæfa mínum aldri
og sem pössuðu mér. Ég
keypti einn sem ég var alveg
þokkalega ánægð með og
nærföt til að geta nú látið eft-
ir mér að skipta um helgina.
Við rukum aftur heim á
hótelið, hentumst í sturtu og
skiptum um föt. Við vorum
alltof seinar á veitingastaðinn
og þjóninn tjáði okkur að
borðinu okkar hefði verið
ráðstafað annað þegar við
mættum ekki. Ég leit mann-
drápsaugum á vinkonu mína
og sneri snúðug við til að
strunsa út um dyrnar. Þetta
var nú til að kóróna allt.
Kvöldmaturinn góði sem ég
var búin að hlakka til að fá
og keypt mér nýj an kj ól af því
tilefni yrði sennilega ekki
annað en hamborgari sem
mér yrði réttur út um
einhverja lúguna í bæn-
um. Þá heyrði ég allt í
einu kurteislega karl-
mannsrödd spyrja
hvort við gætum hugs-
að okkur að setjast við
borð hjá sér og vini sín-
um. Ég leit við og sá að
ungur maður sem sat
við borð rétt innan við
dyrnar hafði staðið upp
og nú bauð hann okkur
að setj ast hj á sér og vini
sínum. Hann sagði þá
tvo eina á ferð og þar
sem þetta væri fjögurra
manna borð væri sjálf-
sagt að við fengjum að
tylla okkur hjá þeim.
Við vinkonurnar
settumst hjá þessum
ungu mönnum og það
fór mjög vel á með mér
og þeim sem hafði boð-
ið okkur sæti. Sá sem
stóð á fætur til að bjóða
okkur sæti var mjög
vinalegur við mig og
þegar hann dáðist að
því hversu fínn kjóllinn
minn væri kímdi vin-
kona mín í barminn.
Seinna um kvöldið fór-
um við í Sjallann og
dönsuðum saman allt
kvöldið. Þessir strákar
voru að sunnan eins og
við en voru í vinnuferð
og gistu á öðru hóteli.
Þeir áttu bókað flug
heim aftur um leið og
við og það var ákveðið
að við myndum hittast
aftur um leið og vinnu-
degi þeirra lyki daginn
eftir. Við eyddum saman
laugardagskvöldinu og á
sunnudeginum vorum við
samferða í flugvélinni heim.
Ég og þessi strákur, sem við
skulum kalla Bjarna, urðum
góðir vinir í ferðinni. Við
héldum sambandi og fyrir
tæpu ári fórum við að búa
saman. Vinkona mín þreytist
aldrei þessa dagana á að
minna mig á það að ég hefði
margsagt henni í leigubílnum
á leið niður í Hagkaup að ég
hefði ekki átt að asnast í þessa
ferð því norður í land ætti ég
ekkert erindi. Erindið reynd-
ist heldur merkilegra en tóm
skemmtun og mikið skelfing
er ég fegin að hún pakkaði
vitlausum kjól og að ég var
nógu þrjósk til að þeytast
enda á milli í Akureyrarbæ
til að leita að viðeigandi flík
fyrir kvöldverðinn.
Lesandi segir
Steingerði
Steinarsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Hviniilisf'anj’iA er: Viknn
101 Keykjiník.
Netfang: vikan@frodi.is