Vikan - 12.09.2000, Side 44
Charlotte hikaði fyrir
utan skrifstofubygg-
inguna og virti fyrir sér
koparskiltið á veggn-
um. Á því stóð: Lögmannsstofa
Jeffersons og Horwich.
Hún var full kvíða. Hún togaði
niður pilsið og virti fyrir sér
fjörugt mannlífið á markaðstorg-
inu. Klukkan var aðeins átta að
morgni en það var markaðsdag-
ur og sölumennirnir önnum kafn-
ir við að koma varningnum fyrir
í sölubásunum. Dökkbláa drakt-
in sem hún klæddist hafði virst
settleg og virðuleg í London.
Núna hafði hún á tilfinningunni
að pilsið væri allt of stutt.
Ef til vill hefði hún átt að
kaupa sér nýja dragt, einhverja
sem hæfði betur nýju hlutverki
hennar sem undirtyllu. Það var
nákvæmlega það sem hún yrði á
nýja vinnustaðnum, jafnvel þótt
hún væri fullgildur lögmaður. En
sannleikurinn var sá að ný föt
voru munaður sem hún hafði
ekki efni á þessa dagana. Hún leit
aftur á skiltið. Jefferson og
Horwich.
Hún hafði þegar hitt Richard
Horwich. Hún hafði farið í við-
tal til hans þegar hún sótti um
starfið. Hann var notalegur, mið-
aldra fjölskyldumaður, nákvæm-
lega eins og hún hafði gert sér
hann í hugarlund. Daniel Jeffer-
son aftur á móti...
Charlotte dró djúpt að sér and-
ann.
Viðurkenndu það bara, sagði
hún biturlega við sjálfa sig. Þú
vildir frekar vinna með kölska
sjálfum en Daniel Jefferson.
Óskabarni lögmannsstéttarinnar,
manninum sem einn og óstuddur
hafði barist við étórt lyfjafyrir-
tæki og unnið málið fyrir skjól-
stæðinga sína. Skjólstæðingun-
um, saklausum fórnarlömbum
hirðulauss og harðbrjósta stór-
fyrirtækis, höfðu verið dæmdar
hæstu skaðabætur sem breskur
dómstóll hafði nokkru sinni
dæmt og stjórnendur lyfjafyrir-
tækisins höfðu orðið að viður-
kenna að þeir hefðu vitað af
skaðlegum aukaverkunum lyfs-
ins án þess að hafa nokkuð að
gert.
Hún virti aftur fyrir sér skiltið
á framhlið glæsilegrar byggingar-
innar og bar saman aðstæður sín-
ar og Daniels Jeffersons. Hún var
einnig fullgildur lögmaður. Hún
hafði einnig rekið eigin lög-
mannsstofu og hún hafði einnig á
sínum tíma verið talsmaður
þeirra sem þurftu á lagalegri að-
stoð að halda en höfðu ekki efni
á að borga fyrir hana. Þar með
lauk samanburðinum.
Daniel Jefferson naut vel-
gengni. Hann var örugglega að
drukkna í verkefnum, sérstak-
lega nú, eftir að lyfjamálið hafði
verið forsíðufrétt dagblaðanna.
Hún var aftur á móti nauðbeygð
til að sækja um vinnu hjá öðrum,
neydd til þess að byrja aftur neðst
í stiganum. Hún var ekki bara
búin að missa heimili sitt og fyr-
irtækið, kærastinn var líka far-
inn frá henni. Hún hafði orðið
undir vegna samdráttarins í þjóð-
félaginu sem smátt og smátt
neyddi mörg fyrirtæki til að loka.
Auðvitað ætti hún, eins og for-
eldrar hennar og vinir sögðu, að
vera þakklát fyrir að hafa fengið
vinnu, í stað þess að vera full reiði
yfir því að hafa misst allt út úr
höndunum.
En hún var öskureið. Hún
hafði lagt svo mikið á sig, bæði á
meðan hún var í námi og á fyrsta
vinnustaðnum eftir að hún út-
skrifaðist úr lögfræðinni. Hún
hafði verið eini kvenkyns lög-
fræðingurinn á stórri lögmanns-
stofu í London. Hún hafði orðið
að stilla sig um að svara í sömu
mynt þegar karlarnir, sem hún
vann með, gerðu allt til þess að
lítillækka hana með því að láta
henni eftir leiðinlegustu og
ómerkilegustu verkefnin. Þeir
höfðu jafnvel gefið í skyn að hún
ætti að hita kaffið ofan í þá! En
hún hafði unnið hörðum hönd-
um með aðeins eitt markmið í
huga; að opna eigin lögmanns-
stofu áður en hún yrði þrítug.
Hún hafði orðið himinlifandi
þegar hún og Bevan, kærastinn
hennar, fundu litla lögmanns-
stofu til sölu. Hún þurfti að taka
svimandi hátt lán til þess að
kaupa reksturinn. Samtímis
hafði hún ákveðið að kaupa
glæsilegt hús í miðborginni, í
næsta nágrenni við skrifstofuna.
Þau Bevan voru sammála um að
húsið væri skynsamleg fjárfest-
ing; þegar að þau hefðu gift sig
yrði húsið nógu stórt fyrir þau
bæði. Seinna gætu þau selt það
með gróða og keypt annað enn
þá stærra.
Þessi borgarhluti varð sífellt
vinsælli og fasteignaverðið him-
inhátt. Charlotte hafði uppgötv-
að það þegar hún neyddist til að
yfirbjóða aðra væntanlega kaup-
endur, bæði að húsinu og skrif-
stofunni. Sem betur fer gat hún
fengið nógu hátt lán til þess að yf-
irbjóða þá alla. En það þýddi það
að hún átti ekki krónu í reiðufé
og var með háan yfirdrátt í bank-
anum auk máiiaðarlegra afborg-
ana af bankaláninu.
Hún hafði verið hrædd við að
taka svo hátt lán en Bevan hafði
hlegið að henni og bent henni á
að hún væri bara að taka sömu
áhættu og karlmenn stæðu sífellt
frammi fyrir. „Hvað er eiginlega
að ykkur kvenfólkinu?“ hafði
hann spurt. ,,Þið eruð alltaf að
krefjast jafnréttis en svo þegar
tækifærin koma upp í hendurn-
ar á ykkur..."
Hann yppti öxlum án þess að
ljúka setningunni og hún vissi
hvað hann var að gefa í skyn.
Bevan var þekktur fyrir að vera
skaphundur og fljótur til að
dæma aðra. Hann lifði hratt og
starfaði sem verðbréfasali í City.
Charlotte hafði kynnst honum í
gegnum starfsfélaga sinn og hafði
alls ekki kunnað vel við hann til
þess að byrja með. En hann gekk
svo ákveðið á eftir henni að hún
hafði ekki getað annað en verið
upp með sér.
Trúlofun þeirra var óformleg,
yfirborðsleg tilhögun, einhvers
konar yfirlýsing þess efnis að þau
ætluðu að gifta sig einn góðan
veðurdag. Charlotte vissi að for-
eldrar hennar, sérstaklega
mamma hennar, áttu svolítið
bágt með að átta sig á þessu fyr-
irkomulagi. í huga móður henn-
ar þýddi trúlofun demantshring
og ákveðinn brúðkaupsdag.
Charlotta hafði hvorugt. Og nú
átti hún ekki lengur kærasta.
Hún horfði fýlulega á voldug-
ar útidyrnar. Um leið og hún opn-
aði þær gengi hún inn í nýjan
heim. Hún væri aftur komin á
byrjunarreit. Hún var þrjátíu og
tveggja ára. Of gömul til þess að
byrja aftur. En hún gat aðeins
sjálfri sér um kennt. Hún vissi að
hún ein var ábyrg fyrir gjörðum
sínum.
„Þú tókst að þér of mörg góð- ■
gerðarmál,“ sagði Bevan reiði-
lega þegar hún brotnaði niður og
sagði honum grátandi frá því að
endurskoðandinn ráðlegði henni
að loka fyrirtækinu. Hún væri
heppin ef hún gæti selt báðar
eignirnar til þess að forðast gjald-
þrot. Hafði Bevan haft rétt fyrir
sér? Hvað hafði hún gert rangt?
Hafði hún tekið að sér of mörg
mál sem henni fannst spennandi
en vitað að þau gæfu ekkert í
aðra hönd? Eða var hún einfald-
lega ekki nógu góður lögmaður?
Hafði hún ekki lagt nógu hart að
sér? Var hún hæfileikalaus? Lík-
lega var hún ekki nógu góð til
þess að laða að sér réttu við-
skiptavinina.Viðskiptavinina
sem Daniel Jefferson virtist hafa
nóg af, hugsaði hún með sjálfri
sér.
Og hvers vegna hann? Það er
lítill vandi að fá viðskiptavini
þegar hvert einasta dagblað í
landinu skrifar um þig lofgreinar,
þegar hvert einasta tímarit í land-
inu birtir viðtöl við þig og sjón-
varp og útvarp flytja um þig heilu
44
Vikan