Vikan - 12.09.2000, Side 45
Þórunn Stefánsdóttir þjddi
fréttaþættina. Velgengni Daniels
var ástæða þess að Jefferson og
Horwich voru að ráða til sín nýtt
starfsfólk á sama tíma og aðrir
drógu saman seglin. Velgengni
hans var ástæða þess að hún stóð
fyrir utan skrifstofubygginguna
vitandi það að hún ætti að vera
Richard Horwich þakklát fyrir
að hafa ráðið hana í vinnu. Auð-
vitað var hún þakklát. En hún var
líka reið og sár og um fram allt
var hún þess meðvituð að hafa
mistekist allt sem Daniel Jeffer-
son hafði tekist svo snilldarlega.
Og hann var aðeins þrjátíu og sjö
ára, fimm árum eldri en hún.
Hann var ógiftur og mjög mynd-
arlegur, eftir blaðaljósmyndun-
um að dæma. Hún hafði aldrei
séð hann í sjónvarpinu. Hún
hafði verið of önnum kafin við að
reyna að greiða úr skuldaflækj-
unni sem eitt sinn hafði verið fyr-
irtæki hennar og haft nóg að gera
við að reyna að semja um
greiðslufrest hjá bankanum, þar
til henni tækist að finna kaupend-
ur að lögmannsstofunni. í raun
og veru átti bankinn meira í skrif-
stofunni en hún. Hún þakkaði
sínum sæla fyrir að hafa getað
selt bæði húsið og reksturinn.
Vonandi færi hún að sofa betur
á nóttunni.
En þetta þýddi að hún átti ekki
lengur eigið fyrirtæki. Hún sá sig
í anda á nýja vinnustaðnum, í
dýru dragtinni, knékrjúpandi fyr-
ir eigendunum. Kannski yrði ætl-
ast til þess að hún hitaði kaffið
ofan í aðstoðarfólkið. Hættu
þessu, sagði hún reiðilega við
sjálfa sig. Hættu þessari sjálfsvor-
kunn.
Hún dró djúpt að sér andann
og opnaði dyrnar. Hún heyrði
karlmann flauta fyrir aftan sig.
Sennilega var hann að flauta á
eftir einhverri ungri, áhyggju-
lausri stúlku.
Um leið og hún hvarf inn í hús-
ið sneri maðurinn, sem hafði
blístrað, sér að vini sínum og
brosti:
„Þessi er falleg, herra Jeffer-
son. Eg hef ekki séð hana áður á
þessum slóðum. Er hún nýbyrj-
uð?“
„Það lítur út fyrir það,“ svar-
aði Daniel Jefferson. Hann beið
eftir að sölumaðurinn lyki við að
vigta ostinn sem hann var að
kaupa.
Hann ætlaði að heimsækja
Tom Smith síðdegis. Tom hafði
áhyggjur af þvíhvað yrði um hús-
ið hans og landareignina eftir
hans dag. Hann átti enga lögerf-
ingja en konan hans sáluga hafði
átt einhverja fjarskylda ættingja.
Tom vildi ganga þannig frá mál-
unum að Larry Barker, unglings-
pilti í þorpinu sem hafði verið
honum hjálplegur, yrði minnst í
erfðaskránni fyrir góðsemina.
Tom þótti rjómaosturinn, sem
framleiddur var í sveitinni, mesta
góðgæti og Daniel hafði ákveð-
ið að koma með ostbita handa
honum.
Svo Charlotte French var sem
sagt mætt á svæðið. Hann hafði
fengið eftirþanka eftir að Ric-
hard bauð henni starfið.
Daniel hafði lesið starfsferils-
skrána hennar og var alls ekki
viss um að hún yrði ánægð hjá
þeim. Dragtin hennar... persónu-
lega var honum sama hverju fólk
klæddist, en því miður voru sum-
ir viðskiptavinanna öðruvísi
þenkjandi. Flestir þeirra voru
íhaldssamir og stuttar dragtir frá
tískuhúsunum íLondon voru lík-
lega ekki það sem þeir ætluðust
til að kvenkyns lögmaður klædd-
ist. Að minnsta kosti ekki ef þeir
ættu að taka hana alvarlega.
Hann stundi þungan þegar
hann gekk yfir torgið. Hann vissi
að hún var gáfuð og klár, en ...
Ritarinn í móttökunni brosti
og bauð Charlotte velkomna.
Þær höfðu sést áður, þegar
Charlotte kom í viðtalið. Ritar-
inn bauðst til að sýna henni skrif-
stofuna og vísaði henni á fata-
hengið.
„Máttu skilja afgreiðsluna eft-
ir mannlausa?" spurði Charlotte.
Stúlkan brosti til hennar.
„Auðvitað. Herra Horwich
sagði mér að taka á móti þér og
leiðbeina þér. Ég heiti Ginny,“
bætti hún við.
„Skrifstofa herra Horwich er
hérna til vinstri," sagði hún og
benti á eina af lokuðu dyrunum
á ganginum. „Og þetta er skrif-
stofa herra Jeffersons."
Charlotte gaut augunum að
uðið og horfði á dyrnar lokast á
eftir Ginny.
Nei, hún þarfnaðist einskis.
Einskis nema eigin fyrirtækis,
eigin heimilis, sjálfsvirðingar,
stolts, framtíðar og kærasta. Hún
gerði sér grein fyrir því að Bev-
an var neðstur á listanum. Hafði
hún alltaf gert sér grein fyrir því
að sambandi þeirra myndi ljúka
fyrr en síðar? Að hann myndi
ékki standa með henni þegar á
móti blési, að hann hefði aðeins
elskað hana meðan hún naut vel-
gengni og hann gat verið stoltur
af henni. Hafði hann í rauninni
nokkru sinni elskað hana? Það
sem meira var, hafði hún elskað
hann eins og foreldrar hennar
elskuðu hvort annað?
Hún gekk að glugganum og
leit yfir torgið. Hún sá mann
ganga í áttina að skrifstofubygg-
ingunni. Hann var hávaxinn og
dyrunum. Það var enginn
efi í hennar huga hvor
eigandinn hefði stærstu
og bestu skrifstofuna.
„Og þetta er skrifstof-
an þín,“ sagði Ginny og
stansaði fyrir framan
dyrnar við hliðina á skrif-
stofu Daníels.
Skrifstofan hennar.
Charlotte varð stein-
hissa. Hún hafði átt von
á því að deila skrifstofu
með öðrum. Hún hefur
sennilega bara tekið
svona til orða, hugsaði
hún þegar Ginny opnaði
dyrnar. En um leið og
hún gekk inn í skrifstof-
una sá hún að hún var að-
eins ætluð einum.
Hún horfði hikandi á
Ginny.
„Ertu viss ...? Ég á við
... ég átti ekki von á því
að fá einkaskrifstofu.“
„Nú?“ Ginny virtist al-
veg rugluð. „Herra
Horwich sagði mér að
fara með þig hingað. Já,
og vel á minnst, hann bað
mig að segja þér að hann
yrði ekki við í dag og
Jefferson myndi koma
þér inn í starfið."
Charlotte horfði í
kringum sig í rúmgóðri
skrifstofunni. Hún var búin þægi-
legum húsgögnum og gluggarnir
vísuðu að markaðstorginu. Allt
í einu var hún ekki lengur reið,
hún var viðkvæm og taugaóstyrk.
„Ég verð að koma mér fram,“
sagði Ginny. „Mitzi kemur með
kaffi um klukkan hálfellefu. Ef
þig langar í hressingu áður, þá er
kaffivél í starfsmannaherberginu
á efstu hæðinni. Herra Jefferson
lét útbúa það þannig að við get-
um borðað þar í hádeginu ef við
viljum. Þar er lítið eldhús og bilj-
arðborð sem við notum óspart. í
fyrra kepptum við konurnar við
karlana og auðvitað unnum við,“
sagði hún og hló.
Hún roðnaði þegar Charlotte
tók ekki undir hláturinn. „Jæja,“
sagði hún vandræðalega. „Ég er
þá farin. Ef þú þarfnast einhvers
Charlotte brosti og hristi höf-
Vikan
45