Vikan - 12.09.2000, Side 46
Þórunn Stefánsdóttir þýddi
herðabreiður, það stirndi á dökkt
hárið í sólinni og hann bar sig
eins og íþróttamaður. Hann var
klæddur virðulegum jakkafötum
og það glitti í snjóhvíta skyrtu-
ermi undan jakkanum. Þessi
maður var dæmigerður endur-
skoðandi ... lögmaður ... Hjart-
að hoppaði í brjóstinu á henni
þegar hann stansaði og leit upp í
gluggann þar sem hún stóð, eins
og hann hefði orðið þess var að
fylgst væri með honum. Hún
þekkti hann strax af blaðaljós-
myndunum. Hann var miklu
myndarlegri en þær gáfu til
kynna. Það gat verið að jakkaföt-
in væru íhaldssöm og óspennandi
en maðurinn sem klæddist þeim
var sterkur og karlmannlegur.
Eldrauð í andliti flýtti hún sér
burt frá glugganum. Hún greiddi
með fingrunum í gegnum hárið
og strauk það frá andlitinu.
Hárgreiðslan var það eina sem
hún hafði neitað að breyta þeg-
ar Bevan krafðist þess að hún
breytti ímynd sinni. Hár hennar
var slétt, þykkt og gljáandi, og
fallega rautt frá náttúrunnar
hendi, þótt fólk ætti oft bágt með
að trúa því. Það náði henni nið-
ur á axlir og rauði liturinn und-
irstrikaði hvítt hörundið og blá-
græn augun.
Bevan hafði heimtað að hún
færi í ljós, sagt það bæði gamal-
dags og ljótt að vera snjóhvítur
á skrokkinn. En hún hafði neitað
staðfastlega og bent honum á að
sólargeislarnir, hvort sem þeir
væru ekta eða óekta, væru óholl-
ir fólki með hvítan litarhátt.
Sennilega hefði hún átt að vera
löngu búin að koma auga á
hættumerkin og uppgötva að
Bevan elskaði það sem hún stóð
fyrir meira en konuna sem hún
var í raun og veru. Enda hafði
það sýnt sig. Um leið og vel-
gengnin yfirgaf hana flýtti Bevan
sér að fara sömu leið.
Gott og vel, hún var búin að
gera sér grein fyrir því að stolt
hennar var meira sært en hjartað,
en samt... Sennilega liði langur
tími þar til hún treysti karlmanni
aftur.
Það sem olli henni mestu hug-
arangri var sú staðreynd að Bev-
an hafði gengið á eftir henni,
drekkt henni í blómum og slegið
henni gullhamra. Samtímis því
sem hann var að reyna að breyta
henni, hugsaði hún kaldhæðnis-
lega.
Foreldrar hennar og systir
voru þeirrar skoðunar að hún
væri betur sett án hans og hún
vissi að þau höfðu rétt fyrir sér.
Bevan var munaður sem hún
hafði ekki lengur efni á, ekki
frekar en skrifstofunni, húsinu og
dýra bílnum. Hún gat huggað sig
við það að yfirdrátturinn í bank-
anum var það eina sem hún
skuldaði í dag. Það eina. Hún
gretti sig og skuggi leið yfir and-
lit hennar.
Hún hafði barist á móti þegar
foreldrar hennar buðu henni að
búa hjá þeim leigulaust. Henni
fannst auðmýkjandi og erfitt að
flytja aftur inn á þau, þrátt fyrir
að hún elskaði þau og þeim kæmi
vel saman. En þau minnlu hana
á yfirdráttinn og hún varð að við-
urkenna að það væri út í hött að
eyða peningum í dýrt leiguhús-
næði. Hún hafði ekki einu sinni
haft efni á að kaupa sér bíl. Pabbi
hennar keypti handa henni lítinn,
notaðan bíl til þess að komast til
og frá vinnu. Hún skammaðist
sín fyrir að þurfa að taka á móti
bílnum. Það var ekki það að hún
saknaði eldrauða BMW sport-
bílsins sem hún hafði ekið um á
áður. Satt að segja hafði henni
alltaf þótt bíllinn sá of áberandi.
Nei, það sem særði hana var vit-
neskjan um að hafa mistekist, að
vera aftur háð foreldrum sínum
eins og þegar hún var námsmað-
ur. Foreldrar hennar og Sarah,
eldri systir hennar, höfðu aldrei
sýnt henni annað en samúð en
stundum var erfitt að standa und-
ir því. Hún skammaðist sín fyrir
að hafa leyft sér að láta Bevan
plata sig og trúað öllum stóru
draumunum án þess að hugsa þá
til enda. Hún hafði hagað sér eins
og kjáni og hafði engan að sakast
við nema sjálfa sig.
Hræðilegust af öllu var hugs-
unin um að fólk myndi efast um
hæfni hennar og kunnáttu. Vissu-
lega var hún þakklát Richard
Horwich fyrir að ráða hana í
vinnu en hún var hrædd um að
það væri eingöngu vegna þess að
hann vorkenndi henni. Hvers
vegna hefði hann annars átt að
ráða hana þegar hann gat valið úr
hópi ungra, nýútskrifaðra lög-
manna? Pabbi hennar hamraði
á því að hún mætti ekki dæma
sjálfa sig svo hart, hún hafi ein-
faldlega, eins og svo margir aðr-
ir, spilað of hátt. Það gat vel ver-
ið satt, en flestir höfðu bjargað
sér betur undan samdrættinum
en hún.
Daniel Jefferson var nærtæk-
asta dæmið. Hún fékk hnút í
magann. Hún vonaði bara að hún
þyrfti ekki að hafa mikil sam-
skipti við hann. Það var líklega
ósanngjarnt af henni að hugsa
þannig og það var ólíkt henni. En
góða skapið, sem hafði einkennt
hana hingað til, virtist hafa farið
veg allrar veraldar. Henni fannst
hún standa ein uppi og gat ekki
hætt að hugsa um allt sem hafði
farið úrskeiðis. Hún hefði átt að
sjá hlutina fyrir og taka að sér
færri góðgerðarmál. Já, það var
synd að hún hafði ekki sýnt sömu
fyrirhyggju og Daniel Jefferson.
Hann hafði greinilega betra auga
en hún fyrir málum sem gáfu af
sér peninga, hugsaði hún fýlu-
lega.
Hún heyrði dyr opnast og
gengið inn í skrifstofuna við hlið-
ina. Hún flýtti sér að setjast við
skrifborðið. Daniel Jefferson var
greinilega mættur til vinnu.
Hvaða verkefni skyldu bíða
hans í dag? hugsaði hún bitur-
lega. Einhver stórverkefni sem
kæmu honum aftur á forsíður
blaðanna? Sumir nutu þess að
baða sig í sviðsljósinu. Henni
varð hugsað til tilkynningarinnar
sem hún sendi dagblöðunum um
lokun skrifstofunnar. Einhver
blaðamaðurinn hafði tekið sig til
og skrifað grein um samdráttinn
í þjóðfélaginu og bent á hana sem
eitt fórnarlambanna. Pabbi
hennar hvatti hana til að reyna að
gleyma fortíðinni. Að það væri
engin skömm að mistakast, að
hún ætti að vera stolt af því að
hafa haft hugrekki til þess að
opna eigin skrifstofu og þora að
viðurkenna mistök sín. Það þyrfti
meira hugrekki til þess en að
ráða sig að námi loknu í öruggt
starf hjá einhverju stórfyrirtæk-
inu.
En Charlotte einblíndi aðeins
á það hversu stoltir foreldrar
hennar höfðu verið þegar hún út-
skrifaðist úr háskólanum. Ein-
hvern veginn fannst henni sem
hún hefði brugðist vonum þeirra
og ætti ekki skilið virðingu og
traust starfsfélaga sinna. Dyrnar
inn í skrifstofu hennar opnuðust
meðan hún var í þessum þönk-
um. Hún stirðnaði upp, og reyndi
að stöðva tárin sem streymdu
niður kinnarnar. Hún stóð upp
og bölvaði stutta pilsinu í hug-
anum.
„Komdu sæll, herra Horwich
...“ sagði hún og þagnaði í miðri
setningu. Það var ekki Richard
Horwich sem stóð fyrir framan
hana eins og hún hafði átt von á.
Hún hafði gleymt því að Richard
Horwich yrði ekki við þennan
daginn. Fyrir framan hana stóð
Daniel Jefferson.
Vinalínan
l ■
-ÆBbí Þegar J-' • y
i vantarvin
© Grænt númer 800 6464
46
Vil<an