Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 7
M E N T A M Á L
3
höggi, Slík ósk er óþörf um þá óvini, sem vjer nú mun-
um fást við, því að orsakirnar lil alls vcrs vesaldóms sitja
á einum hálsi, eiga allar rót sína að rekja til óslyrks vilja,
með öðrum orðum, lil óbeitar vorrar á áreynslu, einkuni
þó öllu langvarandi erfiði. Starfsleysi, skeytingarleysi,
kæruleysi eru aðeins ólík nöfn á letinni, sem loðir við
mannlegt eðli. Menn leggja því aðeins á sig langvarandi
erfiði, að þeir sjeu til neyddir. Ferðamönnum ber saman
um það, að villimenn geti ekki lnindið sig lil lengdar við
eitt starf. Á vorum dögum eru Skrælingjar að hverfa úr
sögunni af þeirri ástæðu, að þeir vilja ekki gefa sig við
regluhundnum störfum, sem þó gætu leyst vandræði
þeirra.
En við skulum ekki leita langt yfir skamt. Alkunnugt
er það, hve lengi börn eru að venjast reglubundinni vinnu.
pað er og sjaldgæft, að bændur eða vinnumenn reyni að
bæta áhöld eða vinnulag sitt. Vjer gætum að dæmi Spencers
talið ÖII þau áhöld, er vjer notum daglega. Hvert einasta
þeirra mætti endurhæta í nokkuru, ef um væri hugsað.
Vjer neyðumst til að taka undir með honum, er hann
segir, að það sje engu líkara, „en að hver og einn hafi ásett
sjer að lil'a við þá minstu hugaráreynslu sem auðið verði.“
Hversu marga starfsmenn getum vjer fundið meðal
fjelaga vorra, er vjer lítum aftur til námsáranna? Var
vinna þeirra flestra ekki svo lítil sem hægt var að kom-
ast af með til að ná prófi? Og þegar námi er lokið, líta
menn svo á, að alt hugarstarf sje afarörðugt viðureignar.
Um allar jarðir sigla menn á minninu einu gegn um
prófin. pað er heldur ekki stefnt hátt. Mancuvrier lýsir
svo vonum námsmanna: „peir keppa eftir embættum, þau
mega vcra illa launuð, í litlu áliti, án vonar um bætt kjör,
þannig, að hæfileikar þeirra, er gegna þeim, rjena ár frá
ári við ófrjótt starf, — ef þau aðeins veita þann „sælu-
ríka sálarfrið“, að þurfa hvorki að hugsa, vilja nje
starfa. Nákvæm reglugerð gerir vinnuna eins reglu-