Menntamál - 01.10.1924, Side 15

Menntamál - 01.10.1924, Side 15
M E N T A M Á L ii sekt og vakningarsamkomum og skiftir gervallri mann- skepnunni í frelsaðar sálir, sem hann telur á fingrum sjer, og glataðar sálir, sem eru óteljandi, og hann þylcist einn þekkja. En á líkan liátt fer fleirum, hver heldur fram sinni köllun, sínum áhugamálum: knattspyrnumaðurinn, kaupmaðurinn, templarinn, kvenfrelsispostulinn - og kennarinn. Okkur kennurum getur mjög hætt við þeirri lýginni, sem jeg nefndi síðar. Raunar getur hún ekki skaðað málefnið eins heinlinis og sú, er jeg nefndi fyr, þvi að hún er svo auðhrakin og hjákátleg. En hún getur skaðað málefnið eins beinlínis og sú, er jeg nefndi fyr, með verk hans. — Einskis vildi jeg óska kennurum fram- ar en þess, að þeir mættu vinna verk sitl af hógværð og skrumlausri alvöru. En til þess þarf þeim að vera það vel ij(')st, hversu ávöxturinn af verki þeirra er eins og gróður jarðarinnar, og þó miklu framar, háður mörgu því, sem þeir ráða á engan liált við, og hversu verksvið þeirra og starf er nátengt og samtvinnað allri baráttu manna fyrir lífinu. Okkur getur blöskrað fákunnáttan, tregðan og skeytingarleysið um alla fræðslu. En við verðum lika að geta sett okkur i spor annara, og gleyma þvi ekki, að hfið alt er annað og meira en barnaskóli. Við skulum líta á bláfátæka móðurina, sem liirist með börnin sín i háll- hrundu, afskektu koti, eða þá moldarkjallara, þar sem leysingavatnið rennur inn. Hana skortir föt og fæði, hún verður að horfa á hörnin sín fara á mis við alt, sem hún hefir óskað þeim. það getur enginn ætlast til, að þess- ari hrjáðu móður finnist e-villur i stílum vera nein sjer- stakleg skelfing. pó að það sje hollast, að við kennarar hugsum um okk- ar verksvið fyrst og fremst, — hugsum um e-villurnar —, og þó að við niegimi manna síst gera of lítið úr okkar hlutverki, þá verðum við ekki að síður að líta sífeldlega á verk okkar sem einn þátt í miklu stærra og flóknarn starfi. þ>að er sjálfsagl hægt að afmarka það nokkurn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.