Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 18
14
M E N T A M A L
„vit án hjarta er hvergi gott.“ J?að er fljótsagt, að jeg
iíl svo á, að nieð þessu fyrirkomulagi sje mikil liælta á,
að hin siðferðilega hlið skólauppeldisins sje vanrækt. Og
einmitt á þessu sviði stöndum vjer tiltölulega lengst að
baki grannþjóðum vorum.
Jeg skal nú leitast við að rökstyðja nokkuð þessa skoð-
un mína.
Við stærstu skóla vora mun það vera svo, að úr jm
að hörnin eru komin upp i 5., 6., 7. og 8. bekk, þar sem
svo margir eru, er það algengt, að þau hafi alt að tíu
kennara hvert skólaár. Og oft er það, að enginn þeirra
hefir fleiri kenslustundir í bekknUm en fimm á viku.
Kennarinn getur því aldrei orðið verulega kunnugur börh-
unum, hann kemiír til þeirra og fer sem gestur. j?að er
hætt við að hann finni ekki til neinnar sjerstakrar áhyrgð-
ar á hátterni þeirra og hegðun, að öðru en þvi, að þau
sjeu sæmilega hljóðlát, þá stundina, sem hann er hjá þeim.
Sje hann duglegur og áhugasamur, keppist hann við að
láta þau læra sem mest að unt er af sinni grein, og tak-
ist það, er það honum fyrir mestu. Hann hefir engan
tíma til að kynnast hverjum einstakling, leila uppi sjer-
kenni hans í lund og gáfnafari, kynna sjer hagi alla og
hætti á heimilinu og aðbúðina þar. Hann brestur því öll
skilyrði til að skil j a börnin til nokkurrar hlítar. Kenn-
araborðin, upphækkuð oð aðskilin frá sætum barnanna,
eru besla tákn stöðu hans.
Hann verður húsráðandi i kenslustofunni, stundum vel
látin, stundum miður, og gengur eftir því samviskusam-
lega, að þau geri „skyldu“ sina. Vináttu og samvinnu í
eiginlegri merkingu er sjaldan að tala um. J?essari vei’ka-
skiftingu fylgir og sú hætta, að börnin líti á námsgrein-
arnar sem þær sjeu óskyldar innbyrðis, hve nátengdar
sem þær eru i raun og veru. J?ær verða þá eins og slak-
steinar, i stað þess að renna saman i eina lifandi lieild.
'rökum til dæmis öll þau tækifæri, sem bjóðast í landa-