Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 18
8o MENTAMA ingu, og liefir það leitt margt nýtt í ljós. Skólastjóri kennara- háskólans danska, Vilhelm Rasmusen, hefir skrifaÖ fjórar bæk- ur um þroskaskeið tveggja dætra sinna. Eru þar margar glögg- ar athuganir um barnssálina, er varpa nýju ljósi inn á sviö uppeldisfræÖinnar. Og fyrst i þessu Ijósi kemur krafa Rasmu- sen’s til rjettar síns, um a'Ö barniÖ eigi aÖ lifa eins og barn. Þessar nýju rannsóknir eiga mest rót sína aÖ rekja til Þýzka- lands. Niðurstöður þessara rannsókna eggja alla, einkum foreldra og kennara, lögeggjan að styrkja börnin til sjálfstæðra athug- ana, kenna þeim að nota auga og hönd, en grafa þau ekki lif- andi í þurrum, andlausum kenslubókum. Þannig lærist margt af sjálfu sjer, og það námið mun flestum reynast notadrýgst. ---------Þeir foreldrar, sem missa barn sitt, hafa ástæðu til að syrgja við gröf þess, hafi það aldrei fengið að lifa eins og frjálst barn. En aftur á móti er þaö huggun, hafi foreldrarnir hjálpað barni sínu til þess að lifa sönnu, glöðu, barnslegu lifi. Meira gátu þau elcki gert. Eiríkur Sigurðsson. Utanfarir kennara. Auk þeirra kennara, sem getið var í síðasta blaði,. fór ísak Jónsson, kennari við barnaskólann í Reykjavík, utan í sumar, til Norðurlanda. ísak fæst einkum við býrjendakenslu, og hefir á því efni mikinn áhuga. Hann hafði stnábarnakenslu hjer í bænum í vor, um ioo börn í þrem deildum, og komust að færri cn vildu. fsak var einnig erlendis í sömu srindum 1926. Hann hefir þó litinn eða engan styrk fengið. Haraldur Leósson, forstöðumaður unglingaskólans á fsafirði, var og erlendis, og fór hann suður í lönd í för með norrænum kennurum. Mentamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Laufúsi, Rvík. Sími 1134. Fj elagsprentsmið j an.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.