Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 11
MENTAMÁL
73
urum. Engin tilraun var gerfe’ í þinginu til þess a<5 lækka þessa
fjárveitingu nje fella hana burt. Stendur hún því í fjárl. næsta
árs, og væntanlega til frambúðar. FræÖslumálastjórnin úthlut-
ar þessum styrk, og mun fjenu verða ráðstafað svo, að þremur
kennurum verði veittur styrkur i senn til utanfarar, 1000 kr.
hverjum, en ekki gerðar meiri kröfur um dvalartíma erlendis
en svo, að kennarar geti notað sumartímann eingöngu, en ])urfi
ekki að slökkva neinu niður af kenslutíma sínum. En áðúr
var það til skilið, að kennari væri minst 9 mánuði erlendis.
Engri þjóð er meiri nauðsyn en íslendingum að halda uppi
lifandi sambandi við umheiminn, og ekkert getur verið kenn-
arastjettinni meira gleðiefni en það, að greitt sje fyrir því, að
hún geti að einhverju leyti fengið að sjá sig um í ö'ðrum löndum.
Merkast af því, sem gert var í íræðslumálunum á síðasta
þingi, eru
Lög um fræðslumálanefndir:
1. gr. Stjórn barnakennarafjelags Islands, forstööuma'ður
kennaraskólans og fræðsumálastjóri skulu skipa fræðslumála-
nefnd barnaskóla Islands. Stjórn barnakennarafjelagsins skal
kosin skriflega um land alt, enda hafi allir starfandi barna-
kennarar rjett til aö vera fjelagsmenn.
2. gr. FræSslumálanefnd barnaskólanna gerir tillögur til
ráSuneytisins um námsskrár fyrir barnafræSslu landsins, lög-
gilding kenslubóka, tilhögun prófa og um hámark og lágmark
kenslustundafjölda fyrir hvert barn á dag. EáSherra staSfest-
ir tillögur nefndarinnar og auglýsir þær meö hæfilegum fyrir-
vara. Samþykki fræSslumálastjórnarinnar þarf til aS víkja frá
námsskrá.
3. gr. MeS reglugerS má fyrirskipa þriggja manna fræSslu-
nefnd viS ungmennaskóla landsins. Skal fræSslumálastjóri
sjálfkjörinn í nefndina, en meSnefndarmenn skipar ráSherra
til þriggja ára i senn úr hópi starfsmanna viö framangreinda
skóla. FræSslumálanefnd þessi hefir meS höndum hliSstætt