Menntamál - 01.10.1931, Blaðsíða 6
68
MENNTAMAL
enskir kennarar eru ekki óstundvísir né hirðulausir um að vita
hvað tíma líður. Bækur 'þessar eru sýndar eftirjitsmonnum
skólanna og skólanefndum.
Áður á tímum var þess litils gætt, hvert gluggar á kennslu-
stofum sneru. Nú er hillst til að hafa þá á móti suðri og sól.
Þegar skólahús eru reist í úthverfum, hagar oft svo til, að
hægt er að láta grasflöt fylgja skólalóðinni. Fá nemendur að
leika sér þar og temja sér ýmsar iþróttir. En í viðbót við ])etta
eru rúmgóð leiksvæði. Þau eru steinlímd. Auk steingirðinga
eða járngirðinga eru oft girðingar trjáa og trjárunna kring-
um lóðirnar. Blómbeð eru höfð þar, sem minnstur er ágang-
ur. Stöku staðar getur að líta risaeikur á skólalóðunum. Gnæfa
þær tignarlega yfir allt annað.
Samanburður. Aðstaða íslenzkra kennara er nrjög ólík að-
stöðu stéttarliræðra þeirra i Englandi. líér eru skólahúsnæði
víðast hvar mun verri. Kennsluáhökl hafa verið hér mjög af
skornum skammti. Hefir ]>að horft til vandræða sumstaðar.
Skólabókagerð vor er margfalt óglæsilegri en Englendinga. Þá
er ekki lítill munurinn á launum enskra barnakennara og ís-
lenzkra. Hér eru kennaralaun svo bágborin, að fjölskyldumenn
géta ekki með nokkuru móti lifað af þeim, hversu sparlega
senr á er haldið.
Enskir kennarar hyrja starf sitt með þrjú til fjögur þús-
und króna árslaunum. Flækka svo launin með þjónustualdri
'kennara Og geta orðið átta til níu þúsund krónur um árið.
íslenzkir kennarar hafa langt sumarleyfi. en enskir kennarar
stutt, en hver kennsluvika enskra kennara er aðeins fimm dagar.
Englendingar styrkja kennara sína til utanfara. Hafa þeir
sent þá til Ameríku og viðsvegar til annara mannaðra þjóða,
til þess að litast um og læra. Englendingar athuga og prófa
allar nýungar. Taka þeir því með þökkurn, sem enginn vafi
er á, að sé til bóta. Sægur kennara frá öllum menningarríkj-
um jarðarinnar kemur til Englands á ári hverju. Fara kenn-
arar þessir frá einu héraði i annað og borg úr borg; kynna
]jeir sér kennslumál og fræðsluframkvæmd Englendinga. Er