Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 18
5°
MENNTAMÁL
Og aðallega tekið tillit til þess, sem þau muni hafa gagn af þeg-
ar þau eru orðin stór, en ekki hugsað um að fullnægja þörfum
þeirra á líðandi stundu. Gleymist þá einnig, að taka það með í
reikninginn, að við nútímamenn lifum á svo l)reytilegum timum,
að okkur er ómögulegt að vita fyrirfram, af hverju börn okkar
muni hafa mest gagn, þegar þau eru orðin fullorðin. Annað, sem
mest einkennir þessa stefnu í framlcvæmd, er vanaféstan. Á hinn
bóginn reisir nýskólinn skoðanir sínar á rannsóknum á veruleik-
anum, rannsóknum á eðli barnanna. Hann tekur visindin í þjón-
ustu sína og hagar störfum sínum eins og hægt er eftir niður-
stöðum þeirra. Hann telur ekkert rétt af þeim ástæðum einum
að það er gamalt, en vill halda áfram stöðugri leit eftir því besta.
Líffræðin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að æskan, bæði hjá
dýrum og mönnum, hafi ómissandi hlutverk að vinna í þjónustu
lífsins. Virðist hlutverk hinna fullorðnu aðallega vera fólgið
í því að vernda hana og skapa henni skilyrði til að njóta sín.
Leikirnir eru eitt aðaleinkenní æskunnar. Þeir eiga að vera frið-
helgir og fá tækifæri til að þróast eftir eigin lögmálum, þangað
til þeir renna á eðlilegan hátt saman við störf hinna fullorðnu.
Leikirnir eru frá náttúrunnar hálfu ætlaðir börnunum til undir-
búnings undir fullorðinsárin. (Þess ber vel að gæta, að leikur
er ekki sama og skemmtun). Áhuginn verður oftast mestur, ef
athafnirnar fara frarn í formi leiks. Með því einu móti, að leggja
leiki og áhuga barnanna til grundvallar skólastárfinu, er hægt að
fá börnin til að leggja fram alla krafta sína. En ef brotið er
í bága við lögmál leikþarfanna og áhugans, þá verður afleiðing-
in: slæpingsháttur, undanbrögð, sviksemi, skiþting þersónunn-
ar, taugaveiklun, og fleira af því tagi.
í næstu tveimur erindum mínum verður umræðuefnið nýskól-
inn í framkvæmd.
Sigurður Thorlacius.
(Erindi flutt í útvarpið 1932).