Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 32
64 MENNTAMÁL (No. 7—12), margföldun (No. 13—17) og deilingu (No. 18 —22). Eru þannig 42 dæmi á hverri mynd. Dæmin eru meÖ litum. Sumar tölurnar eru rauÖar, a'Örar grænar o. s. frv. Hvert dæmi er á litlum ferhyrningi og er öllum ferhyrningunum hellt úr kassanum, sem þeir liggja í. Útkomur dæmanna eru svo á botni kassans, og eru þær með sömu litum og dæmin, t. d. „rauð“ dæmi hafa „rauða“ útkomu, og verða börnin, sem eru að reikna, að gæta þessa vandlega. Nú reiknar barnið, og þeg- ar það hefir lagt alla ferhyrningana niður í kassann á ný, tek- ur það lokið af kassanum og hvolfir honum. Kemur þá mynd í ljós, sem er hinumegin á ferhyrningunum. Sé rétt reiknað, er myndin rétt, en ella röng. Getur livert barn þaiínig strax séð, hvort það hefir reiknað rétt. Hafa börn mikla ánægju af að glíma við dæmi þessi, einkum yngri börn. „Regnebillederne" kosta danskar kr. 2.25. Sönm menn (A. og Sv. Emborg) hafa einnig búið til „Tæl- lebilleder" 1—2 á danskar kr. 1.65 pr. stk. — Góð fyrir smá- börn. Svo og „Regnekort“ 1—22; pr. Serie d. kt. 0.20. Eru þau einnig góð, en fastast mæli eg með „Regnebillederne". Pantanir skulu sendar til den stedlige Brugsforening, eða til Köbenhavns Brugforening, Frederiksberg Allé 53. Enda svo línur þessar með því, að hvetja kennara til að panta -sýnishorn og sjá, hversu ykkur líst. Siglufirði 2. mars 1933. Friðrik Hjartar. Útgefendur Sunnu biðja vinsamlega þá kennara, er hafa aflögu eintök af 1. hefti ritsins, að senda afgreiðslunni þau sem allra fyrst. Menntamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Arnarhvoli. Sími Arnarhvoll. Félagsprentsmiðj an.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.