Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 4
36 MENNTAMÁL löngu síÖan. Á dögum Grikkja og Rómverja voru uppi menn eins •og Plato og Quintilius, sem voru langt á undan sinni samtíÖ. Og þá er það eigi síður sannmæli um hina miklu spámenn síðari alda, svo sem Montaigne, Comensky, Pestalozzi, Rousseau.Fichte, Fröbel og marga fleiri. En enginn þessara ágætu manna hefir lagt grundvöll að nýskólahreyfingu nútímans. Þeir voru spá- menn og heimspekingar, en raunvísindalegar athuganir og til- raunir eru grundvöllurinn, sem nýskólahreyfingin er byggð á. Þetta sjónarmið, sem aldrei hefir verið til áður, réttlætir ný- skóla nafnið. Vísindin hafna ekki gömlum kenningum af því, að þær eru gamlar, en þau heimta að þær standist próf vísinda- legrar reynslu, og þá hafa þær um leið öðlast nýtt gildi. Eg veit, að orðin „vísindalegt uppeldi" láta illa í eyrum sumra manna. Þeir setja vísindin í samband við andlausan samanburð smárra hluta, og telja það ósamrýmanlegt uppeldisstarfinu, sem þurfi að vera þrungið lífi og persónulegum krafti. Það er að vísu rétt, að vísindin fást oft við svonefnda smámuni, það er óhjákvæmileg afleiðing af því, að þau heimta nákvæmni, og sömuleiðis fást þau oft við viðfangsefni, sem i fljótu bragði virðast ekki standa í neinu sambandi við lífið, en þrátt fyrir það eru þau orðin til og borin uppi af sterkustu og göfugustu þrá mannkynsins til fullkomnunar. í öðru lagi, þá er viðfangs- efni nppcldisvísindanna sjálft líf mannkynsins, og það kjarni þess, sá þátturinn, sem er glæsilegastur og flestar vonir eru tengdar við. Barnasálarfræðin heíir einmitt uppgötvað rnargt skáldlegt og mikilfenglegt í eðli barnanna, sem almenningur ■hafði ekki komið auga á fyrr. En besta sönnunin fyrir því, að uppeldisvísindin eru ekki þurrt og andlaust fræðastagl, er sú, að það eru einmitt vísindamennirnir, barnasálarfræðingarnir, sem standa að nýskólahreyfingum samtiðarinnar, hreyfingum, sem víða eru bornar uppi af þeim lífsþrótti og eldmóði, sem á fáa sina líka. Mun eg siðar í erindi þessu víkja nokkrum orðum að einstökum fræðistofnunum og barnaskólum, sem frá þeim eru runnir. Þess var getið áðan, að eitt aðaleinkenni gamla skólans væri

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.