Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 173 Frá Færeyjutn F0roya Fólkaháskúlafelag hefur sent Menntamálum ársskýrslu sína um skólaárið 1943—44. Segir þar, að sókn að skóla félagsins hafi verið betri þetta ár en áður, því að þar voru „seytjan gentur seinasta summar og fýra og tjúgu dreingir í vetur“, á aldrinum 16 til 23 ára. Ástæð- urnar til þess, að skólasóknin hefur aukizt, telur félagið einkum þrjár: 1) ungt fólk hefur ekki komizt til náms til Danmerkur, eins og áður hefur tíðkazt, 2) fólk hefur meira fé handa milli en var fyrir stríð, og 3) félagið hefur starfað með meira fjöri síðustu tvö ár en verið hafði um tíma. Nemendur hafa verið víðs vegar að úr eyjunum. Segir um það í skýrslunni: ,,So her hevur ungfólk um alt landið havt hþvi til at vinna sær kenningar, vinkonur og vin- menn. Og bert samveran næminganna millum hevur sín týdning á tílíkum háskúlaskeiðum, kanska ikki minni týdning enn sjálvt skúlaarbeiðið.“ Ýmsir örðugleikar hafa verið á skólastarfseminni: „Torfþi’t hevur verið at fáa lærubþkur, og um summarið at fáa hondarbeiðstilfar til genturnar. Men vit hava tó verið, ið hvussu er, toluliga væl hjálpin, so skúlaarbeiðið hevur ikki verið tarnað av tí.“ Ólavsþkuaftan 1943 var fundur haldinn í skólanum og komu þangað ýmsir menn að. „Jóhannes av Skarði, skúla- stjóri, beyð fólki vælkomið á ársfund felagsins og minti á, at hetta var fyrsti Ólavsþkufundur, síðan faðir hansara, Símun av Skarði, fell frá. Tá henda r0ða var endað, sungu skúlagenturnar 4-raddað „Tú alfagra land mítt“, meðan Mourits Mohr stjórnaði songinum. Aftan á, at songurin, „Gakk tú fram við góðum treyst“ var sungin alment, flutti Klæmint Dalsgaard r0ðu um

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.