Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 22
168 MENNTAMÁL Hallgrímur Jónasson fimmtugur Hallgrímur Jónasson, kennari við Kennaraskólann, er maður skagfirzkur að ætt, fæddur að Fremri-Kotum í Skagafirði 30. okt. 1894. Iiann stundaði fyrst nám við Hvítárbakkaskólann og síðan í Kennaraskólanum og tók kennarapróf þaðan vorið 1920. Síðan stundaði hann framhaldsnám við kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn. Kennari við barnaskólann í Vest- mannaeyjum var hann ár- in 1921—1931, en 1931 gerðist hann kennari við Kennaraskóla íslands í Reykjavík. Þar hefur hann kennt síðan, og lúka nem- endur hans upp einum munni um það, að betri kennara og leiðtoga geti þeir ekki hugsað sér. Ekki hefur Hallgi’mur látið stéttarmál kennara mikið til sín taka, en traustur liðsmaður hefur hann reynzt þar, eins og annars staðar. Það var hann, sem á sínum tíma kom á kennaraskiptum milli íslands og Danmerkur, og hafa ýmsir íslenzkir kennarar haft gagn af því. Hallgrímur hefur lítt haft sig í frammi í opinberum málum, og skortir hann þó hvorki vitsmuni til þess að mynda sér skoðanir né einarðleika til þess að standa við þær, og hefur það hvort tveggja stundum komið í ljós. En hann er einn þeirra manna, sem mest metur að leggja alúð við dagleg störf sín og leysa þau sem bezt af hendi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.