Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 26
172 MENNTAMÁL geyst af stað með að byggja upp félagið. Byrja ekki með of marga. Annars er Bandalag íslenzkra skáta jafnan reiðubúið að veita allar upplýsingar og alla aðstoð við félagsstofnun og starfsemina síðar. Það er vert að gefa því gaum, að ekki einn einasti skátadrengur eða skátastúlka mun hafa komizt í „kast við lögregluna" eða „undir manna hendur,“ svo mikil brögð sem þó eru að slíku nú. Ég dvaldi vikutíma nú í septembermánuði að Úlfljóts- vatni, skólaheimili íslenzkra skáta. Stóð þar þá yfir nám- skeið fyrir foringjaefni skáta — foringjaskóli—. Þarna voru drengir víðsvegar að, þótt flestir væru úr Reykja- vík. Þarna var unnið í kyrrþey gott og nytsamt starf. Margir góðir menn úr hópi eldri og yngri skáta lögðu þar hönd á plóginn og tæki það of mikið rúm að rekja nöfn þeirra, þótt vel væri þess vert, en aðalforingjar og skólastjórar voru þeir Páll Gíslason læknastúdent og Ingólfur Guðbrandsson kennari. Það var einkennandi, hversu mikil festa var í þessu starfi, og hversu sterk ábyrgðartilfinning var þarna ríkjandi, jafnt hjá yngri sem eldri foringjum og kennurum. Þarna var gott að vera, því að þar sveif sá andi „yfir vötnunum", sem öll- um var hollt að búa við. Þar var glaðvært líf, en þó með alvöru og ríkri tilfinningu fyrir mikilvægi þess starfs, sem þarna var verið að vinna. Ég vil nota tækifærið og senda öllum, sem þarna dvöldu fleiri eða færri daga, alúðarþakkir fyrir samveruna að Úlfljótsvatni. Að endingu þetta: Kennarar, kynnið ykkur skátahreyf- inguna, starfsemi, félagslíf og félagsanda skátanna, og ykkur mun ekki iðra þess, að hafa varið til þess nokkr- um tíma og fyrirhöfn. Og sannið til: þið munuð finna þar verkefni til að láta mikið gott af ykkur leiða, en það er ósk okkar allra. Patreksfirði, 1. okt. 1944. Jónas Magnússon.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.