Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 10
156 MENNTAMÁL Tíminn líður / * Viðtal við Asgeir Asgeirsson — Nú eru Menntamál orðin tuttugu ára, hóf ritstjórinn mál sitt við Ásgeir Ásgeirsson, stofnanda Menntamála. — Þessu mátti búast við, svarar Ásgeir. Og ég sjálfur orðinn fimmtugur. Iivað tíminn líður! — Ekki sér það nú mik- ið á þér eða tímaritinu. — Alltént þó gleraugun og gráu hárin. Eða segðu allar breytingarnar, sem orðið hafa á ekki lengri ævi. í mínu ungdæmi . . . — Þetta segja karlarn- ir. Og það eru kölluð elli- mörk. — Við nútíma menn verðum fljótt gamlir, ef aldurinn á að mælast í breyttum tímum. Við lifum nú á hverjum tíu árum meiri breytingar en gömlu mennirnir áður á heilum manns- aldri. Þeir, sem eru fæddir fyrir aldamót, hafa séð tvenna tímana. Þegar ég var ungur fannst mér tíminn drattast áfram og ætla aldrei að líða, en nú eru vikurnar og mán- uðirnir þotnir fram hjá áður en varir. — Ætli það sé ekki svo fyrir flestum krökkum og körl- um. Og einhverjir mundu kalla þetta ellimörk. •— Þáð má vera. Við þekkjum ekki EUi kerlingu, þeg-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.