Menntamál - 01.03.1945, Side 10

Menntamál - 01.03.1945, Side 10
60 MENNTAMAL fylgir óhjákvæmilega ýmislegt rusl, og það er ófært að þurfa að gera kennslustofuna flóandi í hefilspónum, sagi og afskurði af bókum oft á dag. Jafnvel þótt heimavistarskólinn sé það stór, að tveim- ur kennurum sé ætlað að starfa þar og þar séu tvær kennslustofur, þá má ekki ætla handavinnunni rúm í annarri kennslustofunni. Handavinnan þarf að hafa sína sérstöku stofu, þar sem börnin geta gripið í vinnu sína, þegar þau langar til og ekki dvelur annað, án þess að setja þurfi skólann á annan endann. Búast má við, að handavinnan skipi enn hærri sess í skólum framtíðarinnar en nú er. Á næstu árum munu líka verða byggðir margir heimavistarskólar. Þetta er því atriði, sem ekki má ganga fram hjá. Stefán Sigurðsson. íhugunarverð saga. Séra Jakob Jónsson segir eftirfarandi sögu í grein um „ástands- málin“, er hann ritaði í Alþýðublaðið 2. febrúar s.l., og sýnist ýmis- legt í henni vera vel fallið til íhugunar, því að margs er að gæta, einnig hér á íslandi: „í smábæ einum í Bandaríkjunum fór að verða vart við óknytti barna og unglinga, en slíkt hafði áður verið þar óþekkt fyrirbæri. Aftur á móti höfðu drengjaskólar þorpsins verið víðkunnir. Málin voru rannsökuð frá öllum hliðum, og „kom þá margt varhugavert í ljós“, segir í grein tímaritsins, er ég hef þetta eftir. Vegna styrjaldar- innar hafði skátastarfsemi drengja og stúlkna fallið niður, því að æfða kennara vantaði. Sömuleiðis deild úr 4 H-félaginu, sem jjar var. En það er drengjafélag, sem æfir drengi og örfar Jtá til Jress að sjá hver íyrir sig um garð, hænsnabú eða annað, er að landbúnaði lýtur. íþróttahúsinu hafði verið lokað vegna eldiviðareklu. í þorpinu var enginn hollur samkomustaður, og eina viðunanlega götuljósið á kvöldin var fyrir framan bjórstofuna. Nú tóku íbúarnir í Jjorpinu til starfa. Karlmannafélag eitt gekkst í að útvega skátaforingja, kven- félagið tókst liið sama á liendur fyrir stúlkurnar, búnaðarfélagið tók 4 H-félagið upp á sina arma. Félag kennara og foreldra sá um ýmsar skemmtanir, og slökkviliðsstjórinn hét að veita vatni á skautasvæði skólans, þegar veður leyfði."

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.