Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 5

Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 5
FORSKOLINN Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri: Þáttur leikskóla- starfseminnar í sex ára deildum barnaskólanna ♦ I. Almennur þroski sex ára barna Til þess að unnt sé að gera sér grein í'yrir hvers konar uppeldislega starfsemi eigi að byggja upp fyrir börn í (5 ára deildum barnaskólanna, er nauðsynlegt að gera sér nokkra grein fyrir þessu þroskaskeiði frá sálfræðilegu sjónarmiði. Þróunar- ferill barnsins er ekki bein braut, heldur markast á lionum mismunandi skeið, jafnvægisskeið og misvægis- eða umrótaskeið á víxl. 1'il dæmis eru 5 ára aldurinn og 7 ára aldurinn dæntigerð jafn- vægisskeið, en 6 ára aldurinn (nánar tiltekið u. þ. b. 51/2—61/2) umrótaskeið. Misvægis- og um- rótaskeiðin einkennast af spennu, öryggisleysi og margvíslegum hegðunarvandkvæðum, sem orsak- ast af auknu geðnæmi barnsins og aukast við of mikið álag í uppeldinu og rangar kröfur til getu barnsins og framkomu. Það er ekki tilviljun, að bijrn í 6 ára aldursflokknum þykja oft erfið, fyr- irferðarmikil og ergileg. Börnin ganga í gegnum örar þroskabreytingar, bæði andlega og líkam- lega. Þessu þroskaskeiði er oft líkt við gelgju- skeiðið, og nreð miklunr rétti. Á nokkrum mán- uðum tekur smábarnslíkaminn á sig form skóla- barnsins. Börnin verða oft rengluleg og klaufaleg. Það er þó nokkuð átak að læra á þennan nýja lík- anra og stjórna honunr. Af því stafar lrinn nrikli hreyfiórói. Börnin geta helzt aldrei verið kyrr. Efnafar líkamans tekur hárfínum breytingunr, senr nr. a. kenrur franr í auknu nænri fyrir snrit- andi sjúkdómum. Mikilvægar Jrroskabreytingar fara einnig franr, senr lrafa áhrif á augti barnsins og sjón og reyndar á allt hreyfi- og taugakerfið, nreð þeim afleiðingum m. a., að samhæfing augna og handa er ekki eins góð og áður. menntamAl 111

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.