Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Síða 7

Menntamál - 01.08.1971, Síða 7
krefjast sífellt einstaklingslegrar athygli kennar- ans. Dvöl barnanna í forskólabekk með leikskóla- sniði innan vébanda barnaskólans myndi draga mikið úr ofangreindum vanda. Við hið almenna þroskaleysi barnanna bætast ýmsir líkamlegir og andlegir ágallar, sem oft eru ekki greindir fyrr en seint og síðar meir og eftir mikil mistök og ósigra í námi. Ef öll 6 ára börn fengju að njóta góðs af sérfræðingum þeim, sem barnaskólar hafa nú þegar á að skipa og munu liafa á að skipa í náinni framtíð, væri áreiðan- lega unnt að hlífa miklu fleiri börnum við af- drifaríkum mistökum í námi en hingað lil hefur tekizt. Á ég hér við þjónustu sérfræðinga eins og augnlækna, heyrnarsérfræðinga, talkennara og sálfræðinga, auk hins almenna heilbrigðiseftirlits skólalæknisins. í hinu frjálsa sniði leikskólans iiðlast fóstran eða kennarinn miklu nánari kynni af börnunum en venjulegt er um kennara í barna- skólum. Við þessi nánu kynni og með kerfis- bundnum athugunum reynist auðveldara að greina snemma liina ýmsu ágalla, sem börnin kunna að eiga við að strfða, og koma þeim í tæka tíð lil hlutaðeigandi sérfræðings. Eitt barn reynist sjóndapurt, annað heyrnardauft, þriðja reynist hafa áberandi málgalla eða hefur óeðli- lega fátæklegan orðaforða. Margvísleg afbrigði- leg hegðunareinkenni korna í ljós, sem of langt mál yrði að telja upp. Því fyrr sem afbrigðileg hegðun er greind, því meiri von er um að unnt sé að veita hjálp sem dugir. Hinn frjálsi leikur og allt skapandi starf, sem er kjarninn í leik- skólastarfseminni, hefur einnig mikið lækninga- og geðverndargildi, ef rétt er á haldið. Þetta varn- aðar- og geðverndarstarf í forskólabekk álít ég, að hafi grundvallargildi í jjeirri viðleitni að jafna uppeldisaðstöðu barnanna, og ber að rækja þetta starf af mikilli alvöru og alúð. En ekkert uppeldisstarf innan skólans verður unnið til fulls gagns án þess að hafa góða sam- vinnu við foreldra barnanna. Á jjað ekki sízt við um starfið nreðal yngstu barnanna. Hins vegar nær samstarf við loreldrana tæplega tilgangi sín- um nema lögð sé rækt við að fræða foreldrana urn almennan jnoskaíeril barna, uppeldi þeirra og markmið kennslunnar. í sambandi við starfsemi 6 ára deildanna mætti leggja grundvöll að víð- tæku og nánu foreldrasamstarfi við barnaskól- ana. Blasir hér við mikið og veglegt verkefni. III. Leikskólaþátturinn í starfsemi forskólabekkjar Eins og áður er drepið á, tel ég, að leikskóla- starfsemi sé nauðsynlegur grxindvöllur að starf- semi forskólabekkjar. Leikurinn í sinni fjöl- breyttu og margslungnu rnynd á að mynda kjarna, sem allt annað starf byggist á og æxlast af. Leik- föngin og verkefnin verða að sjálfsögðu að vera við hæfi 6 ára barna, og jní yrði starfsemin á hærra stigi, vitsmunalega og félagslega, en sú leikskólastarfsemi, sem ætluð er fyrir börn undir 6 ára aldri í venjulegum leikskólum. Ber að leggja ríka áherzlu á jiað. Leikskólastarfsemina má greina í nokkra jrætti til hægðarauka, Jrótt |)eir séu í reyndinni meira og minna samofnir: 1. Frjáls leikur úti og inni. 2. Skapandi föndur. 3. Fræðsla og kynnisferðir. 4. Efling málþroska: samræðustundir — sög- ur, kvæði, þulur, leikbrúður. 5. Hljómlist og söngur. 6. Rytrnik og/eða leikfimi (Gössel). Til Jress að slík starfsemi geti farið fram, Jrarf mikið leikrými, miklu meira en við venjulega kennslu eins og hér tíðkast t. d. í 7 ára bekkjum. Einnig Jrarf margvíslegan efnivið til að vinna úr og fjölbreytilegan leikfangakost. Ef Jretta er ekki fyrir hendi, er ekki hægt að rækja leikskólastarf- semi. Leikstofan má ekki vera „nakin“ kennslu- stofa, heldur á lnin að bera blæ af vinnustofu, Jjar sem verkefnin blasa við börnunum. Þar eð margir virðast hafa óljósar hugmyndir um uppeldislegt gildi leikskólastarfsemi, langar mig til að ræða dálítið nánar um nokkra Jrætti hennar. Of langt mál yrði að ræða um alla Jrá Jjætti, er að ofan greinir. Sleppi ég því að þessu MENNTAMÁL 113

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.