Menntamál - 01.08.1971, Page 9
ins, en það fullnægir engan veginn eðlilegri sköp-
unarþörf þess og veitir því enga tilfinningalega
útrás. Slíkt föndur ætti því ekki að leggja fyrir
börn.
Frœðsla og kynnisferðir.
Fróðleiksfýsn 6 ára barna er við brugðið. Þau
þurfa að fá henni fullnægt í ríkum mæli, og
hæfir bezt að gera það fyrst og fremst með því
að auðga reynslu þeirra á raunhæfan hátt og
með því að auðga umhverfi þeirra á skipulegan
hátt, þannig að þau drekki í sig fróðleik af eðli-
legum áhuga, hvert eftir sinni getu og þroska. J
leikstofunni geta verið alls konar hlutir, sem
vekja áliuga barnanna og gefa tilefni til fræðslu.
Hér má nefna hvers kyns smáhluti úr náttúrunni,
eins og skeljar og kufunga, blóm, lifandi eða
Jmrrkuð, hraun eða fallega steina, svo að fátt eitt
sé nefnt. Að sjálfsögðu ntá einnig hafa alls kon-
ar myndir af hlutum, mönnum og dýrum. Er
Jtetta upphaf að átthagafræðikennslu. Annar mik-
ilvægur liður í að auðga reynslu barnanna eru
heimsóknir á söfn, gönguferðir niður að höfn eða
niður í fjöru, ferð í bæinn til Jtess að kynnast
umferðinni og umferðarreglum á raunhæfan hátt,
og loks má nefna heimsókn á nærliggjandi sveita-
bæ, svo að tekin séu dæmi, sem henta fyrir Reyk-
víkinga. Út frá slíkum ferðalögum og heimsókn-
um eru síðan byggð upp verkefni til umræðu og
úrvinnslu, sögur lesnar um efnið, vísur sungnar,
efnið teiknað, litað eða mótað í leir. Slík fræðslu-
verkefni geta og gefið ótal tilclni til hópstarfa,
einkum er líður á veturinn.
Skemmtilegt dæmi um verkefni af Jtessu tagi
sá ég í íorskólabekk í Danmörku („börnehave-
klasse“, eins og Danir kalla Jrá). Fóstran hafði
rætt við börnin ttm dagblöð og hlulverk Jteirra.
Fengu börnin að fara í heimsókn til að kynnast
starfsemi dagblaðs nokkurs. Þegar þau komu aft-
ur í skólann, var hafi/t handa um blaðaútgáfu.
Sumir unnu að fréttasíðu, Jtar sem sagt var m. a.
frá eldsvoða og bílaárekstrum, aðrir unnu að
íjjróttasíðu með fjolbreyttum „frásögnum" af alls
konar afrekum, og loks komu stórkostlegar tízku-
fréttir. Fréttirnar voru að sjálfsögðu ekki skrif-
aðar, Jjví að börnin kunnu ekki að skrifa. Fn
teikningin er eðlilegur tjáningarháttur barna á
Jjessum aldri. Víða örlaði Jjó á prentstöfum og
jafnvel heilum orðum. Stundum gátu Jjau ekki
tjáð með myndinni nákvæmlega Jtað, sem Jtau
vildu segja. Þau Jmrftu á orðum að halda til frek-
ari skýringar. Skriftin er framhald teikningarinn-
ar. Hér var skapaður eðlilegur grundvöllur til
að vilja og langa til að stafa og skrifa og skilja
tilgang skriftarinnar sem tjáningarháttar.
Þar sem börnin hafa frjálsan aðgang að pappír
og litum byrja Jiau snemma að tjá hugsanir sínar
og tilfinningar I teikningum sínum. Smám saman
líður að því, að Jtau komast að raun um, að þau
geta ekki tjáð alla sína hugsun nógu nákvæmlega
á þann hátt og að Jjau Jjarfnast orða til að full-
komna myndina. Þá koma spurningar um hvern-
ig eigi að skrifa hitt og Jjetta. Hér er komið
gullið tækifæri (il að leiða barnið inn á Jjessa
nýju námsbraut á þann hátt, sem barninu er
skiljanlegur og eðlilegur. Skemmtilegt dæmi um
Jjelta er um dreng, sem var að ljúka við að mála
stóra mynd af manni. Hann horfði dálitla stund
á myndina, óánægður á svip, og spurði síðan:
„Hvernig skrifarðu: Þetta er pabbi minn?“ Fóstr-
an skrifaði orðin upp á töfluna. Drengurinn mál-
aði orðin undir myndina, og ánægjubros lék um
varir lians. Þetta var Jjað, sem hann vildi segja
með myndinni. Hugmynd hans var nú komin
skýrlega fram á blaðið. Nú var augljóst, að mynd-
in átti að vera af pabba hans.
Efling málþroska: samrceðustundir — sögur,
livceði, þulur, leikbrúður.
Það er gamall og góður siður að segja börnum
sögur og fara með vísur og Jjulur. Þannig hefur
um aldaraðir eldri kynslóðin flutt Jieini yngri
Jiann fróðleik, sem lnín átti í fórum sínum. A
Jjann hátt lærðu börnin málið, kjarnbetra og orð-
fleira en clla. Hætt er við, að minni rækt sé lögð
við Jjessa merkilegu uppeldishefð á íslenzku en
áður tíðkaðist, og ber að harma Jiað. í forskóla-
bekk Jiarí að leggja mikla alúð við hið lifandi og
talaða orð, Jjví að á því byggjast öll mannleg sam-
skipti og félagsleg tengsl. Það er kunnara en frá
MENNTAMÁL
115