Menntamál - 01.08.1971, Side 10
þurfi að segja, að fjöldi barna kemur á skóla-
skyldualdri í barnaskólana óeðlilega illa talandi.
Orða- og hugtakaforði þeirra er takmarkaður og
skilningur þeirra á móðurmálinu sorglega lítill.
Háir þetta þeim að sjálfsögðu við lestrarnám.
Þessi börn eru meira eða minna andlega vanrækt
og njóta sín oft aidrei við skólanám vegna þessa.
Ekki sízt þessum vanræktu börnum getur leik-
skólastarfsemin orðið aflgjafi.
Áður en skynsamlegt er að liefja lestrarkennslu,
er nauðsynlegt að efla málþroska barnanna, fræða
þau og auðga þekkingu þeirra með fjölbreyttri
reynslu á ýmsum sviðum, eins og vikið var að
hér að framan. Börnin þurfa að hafa raunhæfan
skilning á því sem þau lesa.
í eðlilegum samskiptum sínum við börnin í
hinu frjálsa sniði ieikskólastarfs gefast fóstrunni
ótal tækifæri til að tala við börnin og láta þau
tjá sig frjálslega. Með því að lesa íyrir þau og
segja þeim sögur, eykst orðaforði þeirra og orð-
skilningur, og þau læra að hlusta og einbeita
sér. Þá er ekki síður nauðsynlegt að gefa börn-
unum færi á að tjá sig í töluðu orði, hispurslaust
og frjálslega, t. d. með því að örva þau til að
segja sjálf sögur, láta handbrúður leika og tala,
eða segja frá einhverjum hlut, sem þau koma
með að heiman o. s. frv. Eflir þetta einnig sjálfs-
traust þeirra. Vinna þarf marlwisst að því að efla
málþroska barnanna og sjá um, að öll börnin öðl-
ist nægjanlega reynslu í þessum efnum. í leik-
skólum og forskólabekkjum, sem ég hef kynnzt
á Norðurlöndum, er þessi þáttur skipulagður í
svokölluðum samveru- eða sa?níycð'ifstu ndum. í
forskólabekk geta jressar stundir verið í hálftíma
eða jafnvef lengur, en þess ber að minnast, að
hreyfiþörf 6 ára barnanna er geysimikil, svo að
sumum börnum reynist þetta of löng kyrrseta,
einkum til að byrja með. Verður því að gæta
sveigjanleika í þessu efni. Sögur og margvísleg
fræðsla er uppistaðan í samræðustundunum.
Börnin sitja öll í hálfhring á stólunum sínum
eða litlum sessum. Þetta eru miklar ánægjustund-
ir. Oft er sá háttur hafður á, að hringt er lítilli
bjöllu til þessarar stundar. Það er „skólinn", sem
kallar.
Mikill bókakostur er nauðsynlegur bæði fyrir
fóstruna og börnin. Bækurnar eiga að vera í sjálfri
skólastofunni. Börnin þurfa að eiga frjálsan að-
gang að Jseim. Þó er sjálfsagt að varðveita sumar
dýrmætar bækur sérstaklega. Börnin Jmrfa að fá
góðan tíma og aðstöðu til að velja sér bækur til
að skoða eða til að láta lesa fyrir síg. En vanda
ber val bókanna og gæta Jress vel, að Jrær séu við
hæfi barnanna að efni og formi. Forvitnilegar
og fallegar bækur, fróðlegar og skemmtilegar, eru
börnunum mikil hvatning til leslrarnáms. Mörg
börn eru óvön að umgangast bækur og vænta sér
einskis góðs af Jieim. Dýrmætur undirbúningur
undir lestrarnám er Jm að kynna börnunum bók-
ina og vekja áhuga þeirra á J)eim heimi, sem hún
getur opnað.
Á sama hátt og nauðsynlegt er að leggja grund-
v<)ll að formlegri lestrarkennslu, þarf að treysta
grundvöll að reikningskennslunni, áður en hún
er tímabær sem slík. Börnin þurfa að öðlast marg-
víslega reynslu, sem kemur J)eim í kynni við J)ær
staðreyndir, sem tölur og mengi fjalla um — hið
raunverulega gildi Jreirra.
Stærðfræði er sérstakt tungumál til J)ess að
láta í ljós viss sannindi með J)ví að nota ákveðin
orð og tákn. Þessi sannindi Jturfa börnin að
J)ekkja áður en J)au fara að nota tákn og orð í
reikningslistinni, ef J)au eiga að skilja, hvað þau
eru að gera. Ekki er nauðsynlegt að byrja á því
að finna velútlmgsuð leikföng eða kennsluáhöld
eins og talnagrindur og kortasamstæður með
punktum og deplum, J)ótt J)au geti verið til styrkt-
ar. Fyrir börnunum eru Jretta ekki raunverulegir
hlutir. Barnið á að meðhöndla raunverulega
hluti og skilja talnaheitin á grundvelli þeirra.
Þau telja litina sína, kubbana, sem þau eru að
byggja úr, hve mörg J)au eru í skólanum í dag,
hve mörg í bláum peysum, livort telpurnar eru
fleiri í dag en drengirnir o. s. frv. í samveru-
stundinni eru ótal tækifæri til þess að kynna þeim
tölur og mengi á eðlilegan hátt í samtölum og
einföldum leik.
Klukkan og daga- og mánaðaheiti geta verið
umræðuefni á hverjum degi, J)egar rifið er daga-
tal af almanákinu. Auk Jress gefast tækifæri í
hinum frjálsa leik til Jress að kynnast gildi taln-
anna, t. d. með J)ví að leyfa börnunum að liafa
MENNTAMÁL
116