Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Síða 12

Menntamál - 01.08.1971, Síða 12
Sigríður Soffía Sandholt, kennari: Kennsla sex ára barna í Isaksskóla Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um skólagöngu 6 ára barna. Óhætt er að segja, að sitt hefur sýnzt hverjum. Flestir virðast þó líta á kennslu 6 ára barna sem algjöra nýjung í ís- lenzkum skólamálum. Svo er þó ekki, því Skóli ísaks Jónssonar hefur nú að baki 45 ára starf við kennslu Jjessa aldursflokks. ísak Jónsson, skólastjóri, stofnaði smábarna- skóla sinn árið 1926. Hafði hann áður kynnt sér smábarnakennslu á Norðurlöndum. Sérstaklega mun fyrirkomulag sænskra skóla hafa verið fyrir- myndin. ísak Jónsson varð fyrstur tii að nota hérlendis svokallaða hljóðaaðferð við lestrar- kennslu, en hana lærði hann í Svíþjóð. Mun það hafa verið a. m. k. álíka stökk að sínu leyti og nýja stærðfræðin er í dag. Enda heyrisl enn talað um „nýju aðferðina" í lestrarkennslu. Ef til vill munum við líka tala um „nýju stærðfræðina" sem nýjung frarn yfir árið 2000. Árið 1946 var skólinn gerður að sjálfseignar- stofnun, og í skipulagsskrá hans segir svo í 1. kafla, 2. gr.: „Markmið skólans er: a) Að bæta úr brýnni jrörf á skóla l'yrir börn á aldrinum 5 og 6 ára. b) Að leita að heppilegum leiðum í kennslu fyrir byrjendur í lestri, reikningi, skrift og átthagafræði." I.ið a) er ójrarft að ræða hér, en nokkur orð verða hér lilfærð um lið b). Síðastliðin 45 ár hafa verið stöðug leil að betri leiðum í byrjenda- kennslu innan skólans. Einhver mikilvægasti lið- ur Jjessarar leilar heíur verið samstarf kennar- anna, áhugi Jreirra og hvernig Jteir hafa miðlað liver öðrum af reynslu sinni. Átthagafræðin er einn mikilvægasti liðurinn í byrjendakennslunni. Hún miðar að J>ví, eins og reyndar flest kennsla, að „ .. . rækta félagsjtroska barnanna, temja J>eim heilbrigðar umgengnis- og starfsvenjur, auka almenna reynslu J>eirra, skerpa athyglina og efla einbeitingu og úthald, ennírem- ur að glæða skynjun Jteirra, bæta hreyfifærnina, rækta málfarið, auka orðal’orðann og kenna J>eim að tjá sig skilmerkilega“ o. s. frv. (Tilvitnun tekin úr forystugrein Vísis, 15. sept. '71 um for- ♦--------- MENNTAMÁL 118

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.