Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Side 13

Menntamál - 01.08.1971, Side 13
skólann, og markmið hans.) Sem lítið, ófnllkom- ið dæmi um kennsluna má nefna: Barn hefur far- ið í réttirnar og segir frá því í bekknum. Út frá því getur áhugi, untræður og leikir barnanna, ásamt námsliandavinnu (teiknun, leirvinna, klipp o. fl.), beinzt inn á margar brautir, svo sem nauð- syn samvinnu (göngur og réttir), landbúnað, dýra- fræði (um kindina), framleiðslu (ull, kjöt), sölu afurða (seljandi, neytandi), jafnvel vöruskipti (út- flutningur, innflutningur) o. s. frv. Mörgum kann að þykja nóg um. En sannleikurinn er sá, að ]>að eru engin takmörk fyrir, hvað hægt er að tala um við lítil börn, ef viðmælandi klæðir efnið í þann búning, er börnunum hæfir, með öðrum orðum, ef kennarinn þekkir og skilur nemendur sína og hvernig þeir læra. Auk þeirrar miklu almennu þjálfunar og þroskamöguleika, sem átthagafræðin veitir, hefur skólinn um nokkurt skeið notað sérstakt banda- rískt þjálfunarkerfi, „Tlie Frostig Program", sem er sjónskynjunaræfingar og miðar kerfisbundið að þjálfun hinna fimm þátta sjónskynjunar, sem nauðsynlegastir ern öllu bóklegu námi. Þessir þættir eru: 1. Samhæfing sjónar og hreyfiskyns (Visual- Motor Coordination). 2. Skynjun hluta úr heild eða bakgrunni (Figure-Ground Perception). 3. Samkvæmni skynjunar, eða skyngeymd (Per- ceptual Constancy). 4. Skynjun slöðu hluta í rúmi (Perception of Position in Space). 5. Skynjun innbyrðis afstöðu hluta í rúmi (Per- ception of Spatial Relationships). MENNTAMÁL 119

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.