Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 17

Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 17
♦-------------------♦ Þorsteinn Sigurðsson: Útdráttur úr skýrslu um starf forskóladeilda Barnaskóla Reykjavíkur skólaárið 1970-1971 I>ann 2. desember 1969 var samþykkt í Borgar- stjórn Reykjavíkur að efna til kennslu 6 ára barna haustið 1970. Að fengnum nauðsynlegum heimildum menntamálaráðuneytisins hóf fræðslu- stjórinn í Reykjavík að undirbúa starfsemina, og var m. a. s'ett niður nefnd skólamanna til að lniga að námsefni og framkvæmd kennslunnar. Ákveðið var að ráða kennara til starfsins og undirbúa þá á mánaðarnámskeiði, áður en kennsla liæfist. I hina 12 almennu barnaskóla borgarinnar innrituðust 1255 börn í 60 deildir (meðaltal 20,9), en auk þess 271 barn í tvo viðurkennda einka- skóla og Æfingaskóla Kennaraskóla íslands, og var jaað samanlagt u. þ. b. 95% af 6 ára börnum í borginni. Skólastjórar barnaskólanna 12 völdu 35 kenn- ara til að k'enna í forskóladeildum. Þessir kenn- arar — auk nokkurra kennara úr öðrum skóla- héruðum og allmargra fóstra — sóttu námskeið í septembermánuði, sem undirbúið var af Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneytisins. Námsgreinar voru: barnasálfræði, Dynamic Readiness hugtakið, söfnun Readiness upplýs- inga, barnobservation, samvinna við for'eldra og sérfræðinga, uppeldisfræðilegir starfshættir, fönd- ur, myndlist og mótun (fortning), hljómlist, rytmik, dramatisering, k'erfisbundnar foræfingar, átthagafræði- og lestrarkennsla byrjenda — sam- tals 130 kennslustundir. í sambandi við námskeiðið var komið upp sýningu á búnaði og kennslugögnum í forskóla- deild. í flestum skólanna voru venjulegar kennslu- stofur notaðar til k'ennslunnar, en í fjórum skól- um var gerð tilraun með stærra húsnæði, og voru nemendahóparnir þá stærri og tveir kenn- arar saman við kennsluna. í einum skólanna var notaður 214 m2 salur, og voru þar þrír kenn- arar samtímis við störf með 60—65 nemendum. Nokkrar breytingar voru sums staðar gerðar á húsnæðinu og allar stofurnar búnar viðeigandi húsgögnum og öðrum búnaði. Kennarar forskólad'eildanna vörðu 2—3 dög- um í októberbyrjun til að prýða stofurnar og koma fyrir kennslugögnum. Jalnskjóitt og keinnsluhúsnæðið var tilbúið hófu kennararnir að taka á móti börnunum. Stofnað var til kynna við börnin eitt og eitt í einu og aílað upplýsinga um þau með einkavið- tölum við foreldrana. Jafnframt var foreldrun- um gerð grein fyrir markmiði og tilhögun starfs- ins. Markmið forskóladeildanna var skilgreint á J)á lund, að tilgangurinn væri fyrst og fremst sá MENNTAMÁL 123

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.