Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Side 20

Menntamál - 01.08.1971, Side 20
♦------------------------------------♦ Andri ísaksson: „Sesams- stræti" Athyglisverð tilraun með skólasjónvarp í Bandaríkjunum 4------------------------------------4. MENNTAMÁL 126 l>að er tilgáta margra, að skólasjónvarp gæti liaít geysilega mikil áhril' á nám barna, el' vel væri notað. Hitt má heita merkilegt, hversu lítið hefur lrétzt um, að hinar stóru og ríku þjóðir hafi gert og dreift sjónvarpskennsluefni, senr at- liygli lrefur vakið og gefizt vel. í þessari grein er ætlunin að ræða lítillega um sjónvarpskennslu, sem hófst í Bandaríkjunum haustið 1969 og er af mörgum talin munu valda þáttaskilum í þess- um efnum. Sá flokkur kennslusjónvarpsþátta, sem hér um ræðir, var nefndur „Sesame Street“ eða „Sesams- stræti“, og var meginmarkmiðið með þáttunum að „opna“ þriggja til fimm ára börnum ýmisl'egt, sem talið er ákvarðandi um gengi þeirra í skóla- námi síðar. Einkum var lögð áherzla á það að hjálpa afskiptum börnum, þ. á m. börnum í fátækrahverfum og í afskekktum, snauðum sveit- um, að jafna metin við önnur börn varðandi skólaþroska. Meðal sérstakra kennslumarkmiða þáttanna má nefna það, að reynt var að kenna börnunum að þekkja stóra og litla stafi og stalrófið, að þekkja tölur og t'elja upp að ](), að þekkja hug- tök, sem eiga við magn, stærð, stöðu og fjarlægð; enn fremur var reynt að glæða hæfileikann til að flokka hluti eltir stærð, formi, fjölda og nota- gildi, og loks var börnunum kennt að leysa ýmsar einfaldar þrautir. Ekki var spáð vel fyrir Sesamsstræti í byrjun, eins og bezt sést á því, að engin af stóru sjón- varpsstöðvunum (ABC, CBS, NBC) vildi sýna þættina. Samt var unnt að l'eggja af stað, þar senr allgóðir styrkir höfðu fengizt til að undir- búa verkið, og reyndin varð sú, að þættir þessir náðu á stuttum tíma gífurlegri útbreiðslu í Bandaríkjunum og er talið, að þennan fyrsta vetur hafi 7 milljónir barna á þriggja til fimnr ára aldri horft reglulega eða óreglulega á þætt- ina, þ. e. yfir h'elmingur þeirra aldursflokka, sem þættirnir voru ætlaðir. Það fór líka svo, að eftir veturinn vildu allar stóru sjónvarpsstöðv- arnar fá þáttinn, og allar munu þær hafa endur- skoðað stefnu sína í sjónvarpsmálum barna að fenginni reynslunni af Sesamsstræti. Hvað var þá Sesamsstræti? Sesamsstræti var

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.