Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 22
að börnin urðu fljótt l'eið á löngum atriðum,
og var sú stefna tekin, að hafa ekkert atriði
lengra en 6 mínútur.
c) Að hafa þættina fyndna og skemmtilega.
Ótrúlega margt kátlegt gerist í þessum þáttum,
og skemmta börnin sér konunglega yfir ýmsum
atriðum. Sem dærni má nefna, 'er brúðan Ernie,
hrekkjalómurinn, laumar upp í sig 15. kökunni,
sem áður var nefnd, til þess að unnt sé að skipta
kökuhópnum í tvo jafna hluta.
d) í þáttunum kemur frant ýmislegt, sem ætlað
er að draga úr minnimáttarkennd barna gagn-
vart fullorðnum. Ein brúðan í þáttunum er
„Stóri fugl“ (Big Bird), liðlega tveggja metra
hár hrakfallabálkur, sem síí'ellt er að reka sig á
staðreyndir lífsins og velta fyrir sér, hversu erfitt
er að sigla þar slysalaust í gegn. Sömuleiðis komu
stöku sinnum gestir í þáttinn, kumpánarnir
Buddy og Jim, en þeir voru sambýlismenn, sem
gekk afar misjafnlega að leysa hin 'einföldustu
verkefni á heimili sínu, t. d. reyndist þeim eink-
ar erfitt að koma planka inn í íbúðina vegna
þess að hann haf'ði í upphafi lent þversum á
dyrnar hjá þeim.
Það var svo eítir Veturinn 1969—1970, eí
þriggja til fimm ára barn — já meira að segja
yngri og eldri börn líka — hitti annað barn,
jafnvel af annarri stétt og frá allt öðrum hluta
Bandaríkjanna, þá var mjög venjuleg spurning
þessi: „Hefur þú horft á Sesamsstræti?" Að lokn-
um jiessutn formála voru ekki vandræði með
að rifja upp sameiginlegar endurminningar.
Stundum var likt 'eftir ýmsu, sem gerzt hafði í
þáttunum, einkum því, sem brúðurnar höfðu
gert. Börnin samsömuðu sig brúðunum ótrúlega
vel, ekki sízt vegna jress að jtær voru lyndnar
og gerðu grín að mörgu, sem börnunum leidd-
ist. Urðu oft æði langar umræður tinr það, bvern-
ig þetta eða hitt hefði nákvæmlega æxlazt í við-
komandi þætti. - Greinarhöfundur var nárns-
maður í Bandaríkjunum þennan vetur og minn-
ist þess vel, hversu mikið sjónvarpsþættir þessir
hjálpuðu börnum hans, tveggja og fjögurra ára,
til að þreyja þarna þorrann, en yngra barnið
komst aldrei í leikskóla, og eldra barnið þráði
meira en í leikskólanum var hægt að veita.
Hinn 4. nóvember 1970 gaf Educational Test-
ing Service, bandarísk stofnun, sem fæst við
námsmat og prófagerð, út skýrslu um árangur af
1. ári Sesamsstrætis. Niðurstöðurnar, sent byggð-
ar voru á svörum 943ja barna frá ljórum ólíkum
ríkjum Bandaríkjanna við 203 spurningum, sem
lagðar voru fyrir börnin bæði áður en Sesanis-
stræti byrjaði og eins eftir að því lauk, urðu í
stórum dráttum sem hér segir:
1. ÖIl börn lærðu mikið á þáttunum, og því
meira sem þau horfðu á jrá, því meira lærðu
þau.
2. Þriggja ára börn lærðu hlutfallsl'ega meira en
eldri börn, jafnvel þótt þátturinn væri í upp-
hafinu ætlaður fyrir alla aldursflokkana
þriggja til fimm ára. Þetta virðist styðja þá
kenningu, sem sálfræðingar á borð við Je-
rome Bruner í Harvardháskóla og Benjamin
Bloom í Chicagoháskóla hafa varpað fram,
að mjög ung börn gætu lært mun meira en
venjan hefur verið að ætla þeira.
3. Niðurstöðurnar virtust benda til þ'ess, að
þriggja ára börn, sem læra um form og liljóð
bókstafa — án nokkurs þrýstings um, að J:>au
læri að lesa eða skrifa — muni u. jx b. einu
eða tveimur árum síðar sjálfkrafa yfirfæra
Jjá Jjekkingu yfir í leikni í jrví t. d. að jrekkja
orð, sem samansett 'eru úr Jiessiim stöfum og
hljóðum.
4. Uppeldislega vanrækt börn, börn úr fátækra-
hverfum og börn blámanna og annarra
minnihlutahópa, sem horfðu reglulega á Se-
samsstræti, tóku meiri framförum en mið-
stéttabörn, sem horfðu óreglulega á jDættina.
Er Jietta óefað mikilvægasta og gl'eðilegasta
niðurstaðan, sbr. meginmarkmið þáttanna.
I ljósi þeirra upplýsinga, sem fengust við að
fylgjast með árangri kennslunnar og meta gildi
hennar, voru gerðar ýmsar breytingar á þáttun-
um, og skulu hér fáeinar nefndar. Breytingarnar
komu til í bandarísku sjónvarpi veturinn 1970—
71, annan vetur Sesamsstrætis, en Jrá var 145
nýjum eða breyttum klukkutíma löngum Jrátt-
um sjónvarpað af hvorki meira né minna en 250
sjónvarpsstöðvum:
MENNTAMÁL
128