Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 23
Ernie, hinn óforbetranlegi en góöhjartaði prakkari er lengst til vinstri. Hjónin Gordon og Susan eru til hægri.
1. Lögð var meiri áherzla á að kenna rétt hljóð
stafa.
2. Kenndar vorn tölurnar upp að 20, en reynsl-
an hafði sýnt, að börnin voru betur á vegi
stödd varðandi tölur en talið hafði verið.
3. Reynt var að láta þáttinn hæfa betur minni-
lilutahópum, t. d. spænskumælandi börnum,
en hann hafði gert upphaflega.
4. Þá má geta þess, að frú Joan Ganz Cooney,
forstöðukona þeirrar stofnunar, sem gert hef-
ur Sesamsstræti, tilkynnti í fyrrahaust, að nú
í haust ætlaði stofnunin að senda frá sér í
tilraunaskyni daglegan þátt, hálftíma að
lengd, sem ætlað er að auðvelda 7—10 ára
börnum lestrarnám. Mun sá þáttur lrefja
giingu sina hinn 25. október 1971.
Það kom víst öllum á óvart, hve mikið banda-
rísk börn lærðu á Sesamsstræti. Enginn vafi er
á því, að þarlendir barnaskólar verða að laga
sig að þeirri auknu þekkingu, sem fjöldamörg
börn koma nú með sem veganesti í skólann fyrir
tilverknað þáttarins, annars er hætta á því, að 6
ára börnin geti orðið „gífurlega leið“ á skóla-
náminu, eins og próiessor Staten Webster í
Berkeleyháskóla spáði í fyrra. En árangur Se-
samsstrætis hlýtur að vera skólunum gleðiefni:
hann bendir til þess, að skólarnir gætu fært sig
MENNTAMÁL
129