Menntamál - 01.08.1971, Page 25
Högni Egilsson:
Hugleiðingar
um
forskóla-
kennslu
Umræður um forskólaaldurinn minna mig æði
oft óþyrmilega á manninn, sem sagði: „Ég er
alltaf reiðubúinn til að skipta um skoðun, en
mér þætti gaman að sjá þann mann, sem gæti
fengið mig til þess!“ Fólk skiptist viljugt í tvenn-
ar herbúðir — þær sem senda út dagskipanina:
„Barnið skal leika sér!“ og hinar, þar sem dag-
skipanin hljóðar: „Barnið skal læra!“
Þegar æskt er skilgreiningar á hugtökunum
leikur og nám, kemur oft í ljós, að gunnfánarnir
eru æði tjásulegir og ekki líklegir lil að vekja
varanlegt traust.
Þetta santa fólk leiðist gjarna út í að lala um
það, sem það lítur á sem ósættanlegar andstæður,
annars vegar leikskóla (eða dagheimili) og hins
vegar barnaskóla.
Báðir hóparnir hafa, þegar be/.t lætur, á tak-
teinum niðurstöður virðulegra rannsókna (gerðra
í útlandinu), sem sanna skulu þeirra mál. Það
verður því miður að segjast, að oft reynast rök
beggja hópa haldlítil, jafnvel þó rannsóknir séti
bornar fyrir þeim.
Ástæðurnar eru fjölmargar. Neína máj
a) að rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið
varðandi forskólastigið, sýna afar mismun-
andi niðurstöður, niðurstöður, sem stang-
ast á o. s. frv.;
b) að altækni rannsóknarniðurstaðna er því
miður mjög oft aðeins til á pappírnum og
fáránlegt að ætla sér að yfirfæra niðurstöður
frá einum aðstæðum til annarra á þann liátt,
sem oft er gert;
c) að gæði rannsókna, vísindalega séð, svo og
túlkun þeirra, spannar allt frá því versta til
hins be/ta og sérþjálfun er nauðsynleg til að
velja og hafna svo mark sé á takandi.
Goðsögnin um hlutlægni rannsóknaraðferða og
rannsakenda á ítök í okkur öllum. Það er oft
freistandi að líta svo á, að við höfum yfir að
ráða aðferðum til rnats — einnig á mannlegu at-
ferli — sem geri okkur kleift að standa sjálf utan
við það, sem rannsakað er, þar sem við getum
verið hlutlaus og látið okkur nægja að taka við
niðurstöðum, sem segja: „Sjá, vísindin hafa sann-
að. .
MENNTAMÁL
131