Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 26
Hér er engan veginn ætlunin að taka upp til
umræðu rannsóknaraðferðir, möguleika þeirra og
takmarkanir, né heldur að rekja að neinu niður-
stöður þær varðandi forskólaaldurinn, sem gætu
orðið til að styrkja trú „á málstaðinn" — hver
svo sem hann er — eða veikja hana. En á bak-
grunni þess, sem sagt hefur verið, leyfi ég mér
að skrá stóru letri: AFSTAÐA OKKAR TIL
ÞESSA MÁLS, SEM OG YFIRLEITT TIL ALLS
ÞESS, SEM VARÐAR MANNLEG SAMSKIPTI,
MANNLEGT ATFERLI OG MANNLEGA
ÞRÓUN, MÓTAST FYRST OG FREMST AF
TRÚ OKKAR Á ÞAÐ, SEM VIÐ TELJUM
MIKILVÆGT, RÉl’T OG SATT - ÞAÐ, SEM
ÆTTI AÐ VERA.
Við notum ef til vill orð eins og rannsóknir og
vísindi sem hækju til stuðnings í missterkri trú
okkar, af því að
a) við misskiljunt getu vísindanna til að segja
fyrir um lausn mannlegra vandamála;
b) við viljum slá í kringum okkur með orðum,
sem vekja trú annarra á því, sem við segjum,
trú, sem byggist \rÁ oftast á vanmætti til að
fylgja röksemdafærslum, til að gagnrýna
o. s. frv.;
c) við leitum þeirra beztu raka, sem unnt er,
til að styðja málstaðinn, í gegnum athugun
(misnákvæma) á verkum þeirra manna, sem
af einlægni (mistrúverðugri) hafa reynt að
leita svara við hinum ntikilvægu spurning-
um um þróun mannsins: Plvernig þróast
maðurinn? Hvað ákvarðar þróunarsögu
hans? Hvaða ráð höfum við til að hafa
áhrif á þróunarsögu einstaklings og/eða
hóps?
En jafnvel eftir að við höfum gaumgæft það,
sem vísindin hafa að segja okkur um þessar
spurningar og aðrar þeim líkar, er okkar lokaorð
oftast: „Svona ætti þetta að vera, finnst mér.“
Að líkindum er óhætt að halda því fram, í
framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt, að
eitt af því, sem er að baki Jiessara lokaorða hjá
svo til öllum, sem reyna að móta sér skoðun á
því, hvernig vinna skuli að uppeldi barnsins inn-
an hins venjulega barnaskólaaldurs, er trúin á
MENNTAMÁL
132
það, að hlutverk uppalandans — umsjármannsins
(eða konunnar), hvort heldur er foreldris, fóstru
eða annars aðila — sé að „leiða“ barnið þá þroska-
leið, sem því framast er fært að ganga, og á þann
hátt, sem því hentar. Sé svo, rekumst við samt
strax á dagskipanirnar tvær: leikur — nám, með
tilheyrandi tannagnístran, og sagt verður: „Ég
trúi því, að barnið þurfi að fá að leika sér sem
lengst og að það, a. m. k. til sex, sjö ára aldurs,
eigi ekki að komast í kast við skipulagt námsefni
af því lagi, sem skólarnir bjóða upp á, það sé
þroska þess óheppilegt,“ eða „Ég trúi því, að
barnið þurfi sem fyrst að komast í snertingu við
skipulagt námsefni, nám og kennslu, vegna þess,
að þann veg nýtir barnið bezt þroskamöguleika
sína og verður bezt undirbúið undir framtíðina."
Þegar við heyrum þessar röksemdir, hljóta ýms-
ar spurningar að vakna, m. a.:
a) Höfum við hér tvö ósættanleg sjónarmið?
b) Erum við ef til vill frekar að lýsa yfir trú
okkar á það sama með mjög mismunandi
orðavali?
c) Erum við að lýsa yfir vantrú eða oftrú á
starfi barnaskólanna?
d) Hvað eigum við við með orðunum „skipu-
lagt námsefni", „nám“ og „kennsla"? Er það
algjör andstæða þess, sem við myndum kalla
skipulagðan leik?
e) Er það ef til vill orðið „skipulagt", sem við
hræðumst eða fögnum?
f) Hvort erum við að tala um hópinn eða ein-
staklinginn, þegar við segjum „barnið'?
g) Á hverju byggjum við trú okkar á hvort sem
er hinna tveggja svara?
1) Rannsóknum? Hve mikilvægum, hve við-
eigandi, hvernig túlkuðum o. s. frv.?
2) Reynslu? Hve víðtækri, live viðeigandi,
hve hlutlaust túlkaðri o. s. frv.?
3) Tilfinningalegum forsendum? Vegna at-
vinnu okkar, vegna kynna af „atvinnu-
mönnum“, vegna einstakra atvikao. s. frv.?
Ef til vill væri það báðum herbúðum hollt að
mætast og íæða — í einlægni og án allt of áber-
andi fordóma — raunverulega vitneskju, forsend-
ur vantrúar og oftrúar, spurningar líkar þeim,