Menntamál - 01.08.1971, Page 28
Inngangur
Þorsteinn Vilhjálmsson,
eðlisfræðingur:
Þankar
um
markmið
skóla-
sta rf s
MENNTAMÁL
134
Þótt ég gerist svo djarfur að leggja orð í
belg um skólamál, tel ég mig engan sérfræð-
ing á því sviði. Þessir þankar eru því engin
tilraun til heildarúttektar á skólamálum þjóð-
arinnar, heldur aðeins umræða um nokkur at-
riði sem tengjast persónulegri reynslu minni.
Umræðan beinist einkum að innri einkennum
skólakerfisins, svo sem námsefni, kennsluhátt-
um og tilgangi kennslunnar, en síður að ytri
ramma þess. Reynsla mín af íslenzku skóla-
kerfi er fengin með námi til stúdentsprófs
fyrir 11 árum og kennslu við menntaskóla og
háskóla síðastliðin tvö ár. Með þessari kennslu
hef ég kynnzt nokkuð ,,framleiðslu“ skóla-
kerfisins eins og hún horfir við frá sjónarmiði
kennara sem vill gjarnan að nemendur hugsi
sjálfstætt og taki virkan þátt í kennslustund-
um.
Ef þessir þankar vekja einhverja lesendur
til umhugsunar og umræðna, er tilgangi mín-
um náð. Ég býst við að margir lesendur séu
kunnugri þessum málum en ég. Ef eitthvað
skyldi vera missagt er ég að sjálfsögðu reiðu-
búinn að hafa það sem sannara reynist.
Ég ræði hér á eftir fyrst um fyrrgreinda fram-
leiðslu skólakerfisins. Síðan verður fjallað um
hlutverk skólanna og kennaranna og að lokum
um þátt kennaramenntunarinnar.
Hvemig er framleiðslan?
Deyfð og feimni eru alltof algengir eiginleik-
ar nemenda, sem íslenzkt skólakerfi hefur mót-
að. M. a. af þessari ástæðu er erfitt að koma
af stað frjálsum umræðum um námsefnið, þar
sem kennarinn er aðeins (leiðandi) almennur
þátttakandi. Nokkrar samverkandi ástæður
fyrir þessum vanda verða raktar hér á eftir.
Það er algeng skoðun nemenda að náms-
efnið sé lokuð, altæk heild. Það sem er fyrir
utan þessa lokuðu heild skipti engu máli. T. d.
á ákveðið dæmi, sem er lagt fyrir nemendur,