Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Page 29

Menntamál - 01.08.1971, Page 29
helzt að hafa eina og aðeins eina lausn. Úti- lokað er að það gefi tilefni til sjálfstæðra hug- leiðinga um tengsl við raunveruleikanneðaþví- umlíkt. Ég hef reynt að búa til eðlisfræðidæmi þar sem sett eru fram gróf líkön (módel) um flókin fyrirbæri og beinlínis beðið um gagn- rýni. Árangur varð enginn. (Ég hef að vísu ekki reynt þá þrautalendingu að búa til dæmi sem væri tóm vitleysa.) Þetta einkenni á framleiðslu skólakerfisins stafar auðvitað einkum af því hve mikil áherzla hefur verið lögð á stað- reyndaítroðslu, a. m. k. til skamms tima. Mun ég ræða hana nánar í kaflanum um hlutverk skóla. Afstaða nemenda til kennarans er einnig merkilegt umhugsunarefni. í þeirra augum er hann eða á að vera goðumlík vera, sem veit allt sem máli skiptir um námsefnið og má aldrei standa á gati. Að vísu hefur mér tekizt sæmilega að gata án þess að „missa and- litið“, en það kemur sennilega til af því að ég hef þá undarlegu en einlægu skoðun að slíkt sé eðlilegt og gagnlegt, í hófi. Ég hef einnig orðið þess var, að í augum margra nemenda jaðrar það við ósvífni að kennarinn ætlist til að þeir taki virkan þátt í kennslustundum. Verkefnin sem kennarinn leggur fyrir nem- endur (t. d. heimadæmi) eru leyst með hang- andi hendi og af eintómri skyldurækni. Sá nemandi, sem sleppur ódýrt frá slíkum verk- efnum, t. d. með afritun, hrósar happi. Það sjónarmið er víðs fjarri nemendum að þessi verkefni séu ætluð þeim til hjálpar í náminu, enda leggja ýmsir kennarar alls ekki næga áherzlu á þá hlið málsins. Um próf er svipaða sögu að segja. Nem- endur telja að þau eigi að vera svipa á sig og skilja sauði frá höfrum. Þeim er alls ekki Ijóst að þau geti einnig verið til hjálpar við námið. Sú nýbreytni að menn megi hafa bækur með sér í próf hefur t. d. alls ekki hlotið óskiptan stuðning nemenda. Til að forðast hugsanlegan misskilning skal tekið fram að gagnrýni mín hér að framan beinist auðvitað ekki fyrst og fremst að nem- endum sjálfum, heldur að þeim viðhorfum til þekkingar, kennslu og náms sem skólakerfið innrætir þeim. Hvert á hlutverk skóla að vera? Hlutverk skólastarfsins er auðvitað marg- þætt. Sjálfsagt verða menn seint á eitt sáttir um einstaka þætti og mikilvægi þeirra. Ein- hvers konar þekkingarmiðlun (í þröngum skiln- ingi) verður þó sennilega alltaf einn þátturinn, en auk hans má t. d. nefna þjálfun sjálfstæðr- ar hugsunar og tjáningarhæfileika og eflingu félagsþroska. Ég mun nú ræða þessa þætti nánar hvern fyrir sig, sem og stöðu þeirra í íslenzku skólakerfi. ÞekkingarmiSlun Það er algeng skoðun á íslandi að þekking sé fólgin í að geta þulið (svokallaðar) stað- reyndir eða hafa á reiðum höndum ,,rétt“ svör við spurningum um þær. Eiginleikar eins og skilningur, yfirlit, ályktunargáfa og rökvísi skipta íslendinga litlu þegar þekking einstak- linga er metin. Þetta mat er að mínu viti rangt eða í bezta lagi úrelt. Staðreyndaþekking mannkynsins hefur aukizt svo gífurlega að enginn einstaklingur getur haft vald á henni, hversu ,,gáfaður“ sem hann kann að vera á ís- lenzkan mælikvarða. Á öld handbóka og tölva skiptir því mestu máli að skilja þau lögmál, sem ráða gerð og þróun samfélags, dýra, jurta, efnis o. s. frv., og að vita hvar skuli leita stað- reyndanna, ef á þeim þarf að halda. Staðreyndamiðlun í skólum er einnig fá- nýt vegna þess að hún skilur svo lítið eftir hjá nemandanum að loknu prófi, eins og margir hafa sjálfsagt reynt. Ennfremur er nauðsyn- legt að gera sér Ijóst að staðreyndaþekkingin, sem skólinn miðlar, er mótuð bæði af kennslu- bókarhöfundi og kennara, en þeir mótast aftur venjulega af ríkjandi viðhorfum umhverfis síns á hverjum tíma. Þessi mótun er sérstaklega varhugaverð vegna þess að í orði kveðnu er MENNTAMÁL 135

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.