Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Side 30

Menntamál - 01.08.1971, Side 30
um staðreyndir að ræða. Nefna má mörg dæmi um snöggar gerbreytingar þessara „stað- reynda“, t. d. í síbreytilegri túlkun mannkyns- sögunnar meðal einstakra þjóða (Danahatur á íslandi, innbyrðis afstaða Frakka og Þjóð- verja osfrv.). íslenzkt skólakerfi hefur lagt alltof mikla áherzlu á staðreyndamiðlunina. Landsprófið var lengi vel alræmdasta dæmið um þetta. Það hefur að vísu skánað talsvert í seinni tíð, að því er mér virðist. Þó hafa einstakar greinar dregizt afturúr öðrum í þróuninni, t. d. landa- fræði, þar sem enn er spurt um íbúafjölda Fiji-eyja (að vísu í aukaspurningu). Frá skóla- göngu minni koma mér annars í hug dæmi um íslenzkukennara sem mátu ritgerðir nær ein- vörðungu eftir fjölda stafsetningar-, greinar- merkja- og (meintra) málvillna. Á meðan slíkir kennsluhættir eru til verður alltaf tilefni til gagnrýni. Mér er annars kunnugt um að nokkr- ar framfarir hafa orðið í þessum efnum, t. d. í menntaskólum, en mér virðist sem þær verði að mestu fyrir tilverknað einstakra (nýrra) kennara, en ekki með sameiginlegu átaki. í stuttu máii sagt tel ég að leggja þurfi mjög aukna áherzlu á að þroska skilning, ályktunar- gáfu og rökvísi með íslenzkum nemendum en draga megi úr staðreyndamiðluninni í staðinn. Sjálfstæð hugsun Þjálfun sjálfstæðrar hugsunar hefur verið mjög vanrækt í íslenzkum skólum. Sem dæmi má benda á íslenzkukennarana sem getið var um hér að framan. Stefna má að þessu marki t. d. með frjálslegum umræðum í kennslu- stundum (kennari sé þá auðvitað ekki heilög kýr), sjálfstæðum æfingarverkefnum osfrv. Þegar ég var í skóla voru ákaflega fáir kenn- arar, sem beittu slíkum aðferðum, en af kennslu þeirra situr langmest eftir. Tjáningarhæfni Sjálfstæð hugsun er umhverfinu lítils virði ef einstaklingurinn getur ekki tjáð hana á skilj- anlegan hátt. Fyrirlestrar nemenda og ritgerð- ir eru meðal hjálpartækja í þessu efni, en stafsetning og greinarmerki eru aukaatriði. Félagsþroski Það að nemendur og kennarar hittast í skól- anum eykur að sjálfsögðu yfirleitt félagsþroska þeirra, en skólinn getur einnig stuðlað að þessu á virkan hátt, t. d. með því að nemend- ur vinni saman að verkefnum í stórum eða smáum hópum eftir atvikum. Þáttur kennarans Hlutverk kennarans í þeim breytingum á skólastarfinu, sem ég tel nauðsynlegar, er auð- vitað mjög mikilvægt. Kennari, sem hefur afl- að sér mikillar staðreyndaþekkingar, þarf etv. að bæla niður eðlilega löngun sína til að láta hana koma fram. í staðinn þarf hann að gera sér far um að skýra fyrir nemendum lögmál kennslugreinarinnar, kenna þeim að tengja saman einstök atriði og draga rökréttar álykt- anir, láta þá fá sjálfstæð verkefni, leiðbeina þeim um notkun handbóka osfrv. Verkefnin, sem hann fær nemendum t. d. sem efni í fyrir- lestur, mega gjarnan ná út fyrir þekkingu kennarans, þannig að hann taki þátt í umræð- um um fyrirlesturinn sem næst jafnfætis nem- endum. Kennarinn þarf einnig að geta gert nem- endum Ijóst að verkefni sem hann fær þeim hafi þann tilgang að auka þroska þeirra. Þeim tilgangi má ná með verkefnavalinu og umræð- um um það. Kennaramenntunin Augljóst er að undirbúningsmenntun kenn- ara hefur áhrif á staðreyndamiðlunina sem fram fer í skólanum. Margir munu ætla að þar með sé séð fyrir endann á þessu máli, en það tel ég alrangt. Vil ég nefna nokkur dæmi því til sönnunar. MENNTAMÁL 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.